Lúxus pönnukökur

March 25, 2020

Lúxus pönnukökur

Lúxus pönnukökur
Pönnukökur og pönnukökur, þessar eru lúxus súkkulaði og tilvaldar sem eftirréttur með heitri sósu og ís.

Yndislegur eftirréttur sem kemur munnvatninu af stað....
3 egg 

4 dl mjólk
4 dl hveiti
6 msk kakó
3 msk sykur
½ tsk salt
1 tsk lyftiduft
Smjör, til steikingar

Þeytið egg, mjólk, hveiti, kakó, sykur, salt og lyftiduft saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Steikið pönnukökur við meðalháan hita.

Heit súkkulaðisósa:
1 dl kakó
1 dl sykur
1 dl vatn
1 tsk salt

Setjið allt saman í pott og hitið að suðu. Hrærið í á meðan.
Setjið vanilluís á hverja pönnuköku,
brjótið hana saman og skreytið með jarðaberjum.
Hellið súkkulaðisósu yfir.

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024 2 Athugasemdir

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa