Lúxus pönnukökur

March 25, 2020

Lúxus pönnukökur

Lúxus pönnukökur
Pönnukökur og pönnukökur, þessar eru lúxus súkkulaði og tilvaldar sem eftirréttur með heitri sósu og ís.

Yndislegur eftirréttur sem kemur munnvatninu af stað....
3 egg 

4 dl mjólk
4 dl hveiti
6 msk kakó
3 msk sykur
½ tsk salt
1 tsk lyftiduft
Smjör, til steikingar

Þeytið egg, mjólk, hveiti, kakó, sykur, salt og lyftiduft saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Steikið pönnukökur við meðalháan hita.

Heit súkkulaðisósa:
1 dl kakó
1 dl sykur
1 dl vatn
1 tsk salt

Setjið allt saman í pott og hitið að suðu. Hrærið í á meðan.
Setjið vanilluís á hverja pönnuköku,
brjótið hana saman og skreytið með jarðaberjum.
Hellið súkkulaðisósu yfir.

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook





Einnig í Bakstur

Hafrakex
Hafrakex

June 05, 2023

Hafrakex uppskrift frá honum Magnúsi Ólafssyni sem hann deildi með á Matarsíðu og gaf góðfúslegt leyfi til birtingar hérna.
Hjartans þakkir fyrir Magnús, virkilega flott uppskrift og vel útskýrð. 

Halda áfram að lesa

Kryddbrauð.
Kryddbrauð.

February 05, 2023

Kryddbrauð.
Smá krydd í tilveruna með ljúffengu Kryddbrauði, alltaf svo gott,,,

Halda áfram að lesa

Kókoskúlur
Kókoskúlur

January 29, 2023

Kókoskúlur
Gömlu góðu kókoskúlurnar standa alltaf fyrir sinu, auðveldar og góðar og gaman að búa til með krökkunum.

Halda áfram að lesa