March 25, 2020
Lúxus pönnukökur
Pönnukökur og pönnukökur, þessar eru lúxus súkkulaði og tilvaldar sem eftirréttur með heitri sósu og ís.
Yndislegur eftirréttur sem kemur munnvatninu af stað....
3 egg
4 dl mjólk
4 dl hveiti
6 msk kakó
3 msk sykur
½ tsk salt
1 tsk lyftiduft
Smjör, til steikingar
Þeytið egg, mjólk, hveiti, kakó, sykur, salt og lyftiduft saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Steikið pönnukökur við meðalháan hita.
Heit súkkulaðisósa:
1 dl kakó
1 dl sykur
1 dl vatn
1 tsk salt
Setjið allt saman í pott og hitið að suðu. Hrærið í á meðan.
Setjið vanilluís á hverja pönnuköku,
brjótið hana saman og skreytið með jarðaberjum.
Hellið súkkulaðisósu yfir.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
June 05, 2023
Hafrakex uppskrift frá honum Magnúsi Ólafssyni sem hann deildi með á Matarsíðu og gaf góðfúslegt leyfi til birtingar hérna.
Hjartans þakkir fyrir Magnús, virkilega flott uppskrift og vel útskýrð.
February 05, 2023
January 29, 2023