Laufabrauð

March 25, 2020

Laufabrauð

Laufabrauð Mæju Húsavíkur-uppskrift
Þessa uppskrift hef ég varðveitt vel en hana fékk ég hjá henni Maríu Þorgrímsdóttir sem var móðir æskuvinkonu minnar Kristínar B og þykir mér afar vænt um hana eins og fleirri sem ég á frá henni.

Uppáhalds uppskriftin mín af laufabrauði.
500 gr hveiti 
15 gr sykur (1 msk) 
35 gr smjörliki 
½ tsk lyftiduft 
3 dl mjólk 
Salt 

Hitið mjólkina og setjið smjörlíkið úr í,
passið að hitinn verði ekki meiri en 37°, kælið þá.
Þurefnum blandað rólega saman við.
Þegar deigið hefur síðan verið mótað og skorið út, er gott að steikja kökurnar í helming af palmín á móti helming af tólg. 
.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook



Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa

Eplabrauðkaka
Eplabrauðkaka

October 20, 2024

Eplabrauðkaka & Möffins
Skellti í eitt gómsætt eplabrauð og ákvað að setja líka af blöndunni í möffins mótin mín. Einföld og góð uppskrift.

Halda áfram að lesa