Laufabrauð

March 25, 2020

Laufabrauð

Laufabrauð Mæju Húsavíkur-uppskrift
Þessa uppskrift hef ég varðveitt vel en hana fékk ég hjá henni Maríu Þorgrímsdóttir sem var móðir æskuvinkonu minnar Kristínar B og þykir mér afar vænt um hana eins og fleirri sem ég á frá henni.

Uppáhalds uppskriftin mín af laufabrauði.
500 gr hveiti 
15 gr sykur (1 msk) 
35 gr smjörliki 
½ tsk lyftiduft 
3 dl mjólk 
Salt 

Hitið mjólkina og setjið smjörlíkið úr í,
passið að hitinn verði ekki meiri en 37°, kælið þá.
Þurefnum blandað rólega saman við.
Þegar deigið hefur síðan verið mótað og skorið út, er gott að steikja kökurnar í helming af palmín á móti helming af tólg. 


Hérna má sjá nokkrar hugmyndir af því hvernig hægt er að skera út laufabrauðs-kökurnar.










Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Churros!
Churros!

January 07, 2026

Uppskrift að churros-kökum!
Churros-uppskrift með súkkulaði eða flórsykri. Keypt tilbúið eða gert frá grunni.
Ég fann eina uppskrift af þeim fyrir þá sem vilja skella í Churros veislu en margir þekkja þetta frá Spáni, Grikklandi og fleirri löndum.

Halda áfram að lesa

Hunangsvalhnetu bananabrauð!
Hunangsvalhnetu bananabrauð!

December 01, 2025

Hunangsvalhnetu bananabrauð!
Skellti í þessa uppskrift lokssins núna en hún er búin að vera í uppskriftasafninu mínu í mörg ár og ég man ekkert hvaðan hún er komin en ljúffeng var hún.

Halda áfram að lesa

Heimabakaðar skonsur!
Heimabakaðar skonsur!

October 18, 2025

Heimabakaðar skonsur!
Ég skellti mér í bakstur á skonsum loksins þar sem ég var að fara gera Skonsubrauðtertu með hangikjöti. Loksins segi ég nú bara en hún hafði verið á listanum mínum lengi.

Halda áfram að lesa