July 29, 2020
Kryddbrauð
Þau eru algjört nammi með smjöri & osti eða bara ein og sér.
Ég man þegar maður var krakki að maður maulaði á þessu eins og gulli þegar maður fékk kryddbrauð því maður vildi að það kláraðist aldrei, kannist þið eitthvað við það ?
3 dl hveiti
3 dl sykur
3 dl haframjöl
2 ½ dl mjólk
½ tsk negull
½ tsk engifer
1 tsk kanill
2 tsk matarsódi.
Blandið öllu saman og bakið í jólakökuformi v/ 180-200°c í 50-60 mín.
Best volgt með smjöri (og osti)
Uppskriftin er frá Sigrúnu Sæmundsdóttur
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 16, 2024
November 09, 2024 2 Athugasemdir
November 06, 2024