Kornflex kökur

February 10, 2024

Kornflex kökur

Kornflex kökur
Ein af þeim sígildu og allir elska í barnaafmælum og jafnvel fullorðins líka. Allir geta komið saman og gert þetta, alveg frá að verða 3.ára og upp úr eins og við fjölskyldan gerðum og höfðu gaman af.

(20-25 stk)

80 gr smjör
150 gr suðusúkkulaði
6 msk sýróp
4-5 bollar Kornflex

Bræðið saman suðusúkkulaði, sýrópi og smjöri á vægum hita og látið blandast vel saman. Takið pottinn af hellunni og bætið út í Kornflexinu og látið þekja vel. Einstaklega einföld uppskrift og hægt að setja hvaða morgunkorn út í. 

Fyllið svo með skeið í litil möffins mót og kælið. 
Gott að eiga svo í frystinum og taka út eftir hendinni eða þegar gesti ber að garði.

Það er afar einfalt að stækka uppskriftina og það gerðum við. 

Best geymt í kæli eða frysti.

Deilið með gleði,,,

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Hunangsvalhnetu bananabrauð!
Hunangsvalhnetu bananabrauð!

December 01, 2025

Hunangsvalhnetu bananabrauð!
Skellti í þessa uppskrift lokssins núna en hún er búin að vera í uppskriftasafninu mínu í mörg ár og ég man ekkert hvaðan hún er komin en ljúffeng var hún.

Halda áfram að lesa

Heimabakaðar skonsur!
Heimabakaðar skonsur!

October 18, 2025

Heimabakaðar skonsur!
Ég skellti mér í bakstur á skonsum loksins þar sem ég var að fara gera Skonsubrauðtertu með hangikjöti. Loksins segi ég nú bara en hún hafði verið á listanum mínum lengi.

Halda áfram að lesa

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa