Kókoskúlur

January 29, 2023

Kókoskúlur

Kókoskúlur
Gömlu góðu kókoskúlurnar standa alltaf fyrir sinu, auðveldar og góðar og gaman að búa til með krökkunum.

Einföld uppskrift:
1 1/2 dl kókosmjöl
3 dl haframjöl
1 tsk.vanillusykur (eða dropar)
2 msk. kakó
2 msk. kalt vatn (eða kaffi ef það er til á könnunni, en passið að kæla það)
1 1/2 dl flórsykur
100 g smjör

Blandið saman þurrefnunum. Hitið smjör í potti og blandið öllu saman ásamt vatni (eða kaffi)
Látið deigið stifna í ísskáp í ca.30 mínútur. Mótið kúlur.
Hellið kókosmjöli í skál og veltið þeim svo upp úr því, eða setjið kókosmjölið i poka og hristið kúlurnar i pokanum.
Eins er hægt að skreyta þær með kakódufti, hnetukurli eða öðru sem ykkur dettur í hug.

Geymið í kæli.

Ljósmyndir Ingunn Mjöll

Deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook





Einnig í Bakstur

Kotasælubrauð
Kotasælubrauð

February 24, 2024

Kotasælubrauð
Dásamleg uppskrift frá henni Sólveiga sem hún deildi með okkur á
Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni.

Halda áfram að lesa

Rjómabollu kaffi boð.
Rjómabollu kaffi boð.

February 12, 2024

Rjómabollu kaffi boð.
Bollurdagurinn er í dag, bolla bolla. Ég var með bollukaffi í gær og fór auðveldu leiðina og keypti tilbúnar bollur eins og hugsanlega hálf þjóðin.

Halda áfram að lesa

Kornflex kökur
Kornflex kökur

February 10, 2024

Kornflex kökur
Ein af þeim sígildu og allir elska í barnaafmælum og jafnvel fullorðins líka. Allir geta komið saman og gert þetta, alveg frá að verða 3.ára og upp úr eins og við fjölskyldan gerðum og höfðu gaman af.

Halda áfram að lesa