Kókoskúlur

January 29, 2023

Kókoskúlur

Kókoskúlur
Gömlu góðu kókoskúlurnar standa alltaf fyrir sinu, auðveldar og góðar og gaman að búa til með krökkunum.

Einföld uppskrift:
1 1/2 dl kókosmjöl
3 dl haframjöl
1 tsk.vanillusykur (eða dropar)
2 msk. kakó
2 msk. kalt vatn (eða kaffi ef það er til á könnunni, en passið að kæla það)
1 1/2 dl flórsykur
100 g smjör

Blandið saman þurrefnunum. Hitið smjör í potti og blandið öllu saman ásamt vatni (eða kaffi)
Látið deigið stifna í ísskáp í ca.30 mínútur. Mótið kúlur.
Hellið kókosmjöli í skál og veltið þeim svo upp úr því, eða setjið kókosmjölið i poka og hristið kúlurnar i pokanum.
Eins er hægt að skreyta þær með kakódufti, hnetukurli eða öðru sem ykkur dettur í hug.

Geymið í kæli.

Ljósmyndir Ingunn Mjöll

Deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Hunangsvalhnetu bananabrauð!
Hunangsvalhnetu bananabrauð!

December 01, 2025

Hunangsvalhnetu bananabrauð!
Skellti í þessa uppskrift lokssins núna en hún er búin að vera í uppskriftasafninu mínu í mörg ár og ég man ekkert hvaðan hún er komin en ljúffeng var hún.

Halda áfram að lesa

Heimabakaðar skonsur!
Heimabakaðar skonsur!

October 18, 2025

Heimabakaðar skonsur!
Ég skellti mér í bakstur á skonsum loksins þar sem ég var að fara gera Skonsubrauðtertu með hangikjöti. Loksins segi ég nú bara en hún hafði verið á listanum mínum lengi.

Halda áfram að lesa

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa