Kókoskúlur

January 29, 2023

Kókoskúlur

Kókoskúlur
Gömlu góðu kókoskúlurnar standa alltaf fyrir sinu, auðveldar og góðar og gaman að búa til með krökkunum.

Einföld uppskrift:
1 1/2 dl kókosmjöl
3 dl haframjöl
1 tsk.vanillusykur (eða dropar)
2 msk. kakó
2 msk. kalt vatn (eða kaffi ef það er til á könnunni, en passið að kæla það)
1 1/2 dl flórsykur
100 g smjör

Blandið saman þurrefnunum. Hitið smjör í potti og blandið öllu saman ásamt vatni (eða kaffi)
Látið deigið stifna í ísskáp í ca.30 mínútur. Mótið kúlur.
Hellið kókosmjöli í skál og veltið þeim svo upp úr því, eða setjið kókosmjölið i poka og hristið kúlurnar i pokanum.
Eins er hægt að skreyta þær með kakódufti, hnetukurli eða öðru sem ykkur dettur í hug.

Geymið í kæli.

Ljósmyndir Ingunn Mjöll

Deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa

Eplabrauðkaka
Eplabrauðkaka

October 20, 2024

Eplabrauðkaka & Möffins
Skellti í eitt gómsætt eplabrauð og ákvað að setja líka af blöndunni í möffins mótin mín. Einföld og góð uppskrift.

Halda áfram að lesa