Kókoskúlur

January 29, 2023

Kókoskúlur

Kókoskúlur
Gömlu góðu kókoskúlurnar standa alltaf fyrir sinu, auðveldar og góðar og gaman að búa til með krökkunum.

Einföld uppskrift:
1 1/2 dl kókosmjöl
3 dl haframjöl
1 tsk.vanillusykur (eða dropar)
2 msk. kakó
2 msk. kalt vatn (eða kaffi ef það er til á könnunni, en passið að kæla það)
1 1/2 dl flórsykur
100 g smjör

Blandið saman þurrefnunum. Hitið smjör í potti og blandið öllu saman ásamt vatni (eða kaffi)
Látið deigið stifna í ísskáp í ca.30 mínútur. Mótið kúlur.
Hellið kókosmjöli í skál og veltið þeim svo upp úr því, eða setjið kókosmjölið i poka og hristið kúlurnar i pokanum.
Eins er hægt að skreyta þær með kakódufti, hnetukurli eða öðru sem ykkur dettur í hug.

Geymið í kæli.

Ljósmyndir Ingunn Mjöll

Deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook





Einnig í Bakstur

Kryddbrauð.
Kryddbrauð.

February 05, 2023

Kryddbrauð.
Smá krydd í tilveruna með ljúffengu Kryddbrauði, alltaf svo gott,,,

Halda áfram að lesa

Ensk ávaxtakaka
Ensk ávaxtakaka

December 11, 2022

Ensk ávaxtakaka
Hérna höfum við fengið líka uppskrift af Enskri ávaxtaköku sem hún var til í að deila með okkur hún Jónína Ögn Jóhannesdóttir á síðunni Kökur & bakstur og bætist hún þá við Ensku jólakökuna.

Halda áfram að lesa

Ensk jólakaka að hætti Láru
Ensk jólakaka að hætti Láru

December 08, 2022

Ensk jólakaka að hætti Láru
Þessa dásamlegu uppskrift gaf hún Lára mér leyfi til að deila hér með ykkur sem hún gerði fyrir stuttu síðan. Kakan sló heldur betur í gegn hjá þeim sem fékk

Halda áfram að lesa