Kartöfluvínabrauð
July 29, 2020
Kartöfluvínabrauð
Eybjörg Dóra Sigurpálsdóttir sendi inn þessa dásamlegu uppskrift af kartöfluvínabrauði, við leyfum henni að eiga orðið. Takk kærlega fyrir Eybjörg.
Sjá má hópana hérna:
Brauðtertur & heitir réttir
Kökur & baksturLangar til að deila með ykkur uppskrift af kartöfluvínarbrauði eða snúðum. Þessi uppskrift var bæði notuð að vori og hausti og bakað ofaní vinnumenn sem komu okkur til aðstoðar. Þau eru sérstaklega mjúk og góð og geymast vel í blikkboxum.
Kartöfludeig í snúða og vínarbrauð.
Úr 1 kg fást u.m.þ.b. 12 vínarbrauð.
1 kg kartöflumús (t.d. Maggí) eða heimagerð kartöflumús
1 kg hveiti, 250 gr smjörlíki
250 gr sykur, 2 egg
5 tsk lyftiduft (stórar)
Öllu blandað saman í hnoðara.
Skiptið deginu í 4 jafn stóra búta.
Takið einn í einu og fletjið út, lengd og breidd er á við síðu í fréttablaðinu, passið að deigið festist ekki við borðið.
Skerið deigið í tvennt eftir endilöngu, makið rabbabarasultu á hvorn bútinn fyrir sig.
Brettið svo deigið upp að miðju til að loka sultuna inni gott að hafa smá bil á við 1cm.
Penslið með eggi.
Leggið vínarbrauðin á bökunnarpappír.
Bakið á 180 ° og blæstri í 20 -30 mín eða þar til degið hefur tekið lit.
Kælið áður en glassúr er settur á.
Ég setti yfirleitt aldrei glassúr á ég notaði perlusykur sem ég setti á vott eggvatn.
Ef gerðir eru snúðar er hægt að skipta deiginu upp í 2 hluta og fletja út en allt í lagi að gera það í einum hluta.
Fletjið vel út, penslið brædda smjörinu vel á deigið og stráið svo kanilsykrinum yfir.
Rúllið deiginu vel og þétt upp og skerið svo snúðana ca 1-2 cm stóra.
___________________________________
2 kg.
2 kg kartöflumús, 2 kg hveiti,
½ kg smjörlíki, ½ kg sykur,
4 egg, 10 tsk lyftiduft.
Uppskrift og mynd:
Eybjörg Dóra Sigurpálsdóttir
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á
facebook
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Bakstur
December 16, 2024
Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!
Halda áfram að lesa
November 09, 2024
2 Athugasemdir
Tebollur
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.
Halda áfram að lesa
November 06, 2024
Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð.
Halda áfram að lesa