Vöfflur

February 12, 2020

Vöfflur

Vöfflur
Vöfflur eru svo ekta sunnudags og það má alveg leika sér smá með því að bera fram Apríkósu-marmelaði í staðinn fyrir rabbarbara sultuna eða bláberja, ég skora á ykkur að prufa.

2 ½ dl. vatn
2 dl. mjólk
¼ tsk. salt
3 ½ dl hveiti
2 tsk. lyftiduft
125 gr. smjörlíki

Blandið saman mjólk og vatni.
Setjið lyftiduft og salt saman við hveitið.
Hrærið mjólkurblöndunni út.
Bræðið smjörið og hellið út í.

Mér persónulega finnst mjög gott að bæta örlítið af Vanillidropum saman við degið og ég hef heyrt að það sé líka gott að bæta við Sítrónudropum.

Vöfflurnar eru bestar nýbakaðar stökka og fínar 
með sultu og rjóma og svo má skreyta þær með 
því sem hugurinn girnist.

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa

Eplabrauðkaka
Eplabrauðkaka

October 20, 2024

Eplabrauðkaka & Möffins
Skellti í eitt gómsætt eplabrauð og ákvað að setja líka af blöndunni í möffins mótin mín. Einföld og góð uppskrift.

Halda áfram að lesa