February 12, 2020
Vöfflur
Vöfflur eru svo ekta sunnudags og það má alveg leika sér smá með því að bera fram Apríkósu-marmelaði í staðinn fyrir rabbarbara sultuna eða bláberja, ég skora á ykkur að prufa.
2 ½ dl. vatn
2 dl. mjólk
¼ tsk. salt
3 ½ dl hveiti
2 tsk. lyftiduft
125 gr. smjörlíki
Blandið saman mjólk og vatni.
Setjið lyftiduft og salt saman við hveitið.
Hrærið mjólkurblöndunni út.
Bræðið smjörið og hellið út í.
Mér persónulega finnst mjög gott að bæta örlítið af Vanillidropum saman við degið og ég hef heyrt að það sé líka gott að bæta við Sítrónudropum.
Vöfflurnar eru bestar nýbakaðar stökka og fínar
með sultu og rjóma og svo má skreyta þær með
því sem hugurinn girnist.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
June 05, 2023
Hafrakex uppskrift frá honum Magnúsi Ólafssyni sem hann deildi með á Matarsíðu og gaf góðfúslegt leyfi til birtingar hérna.
Hjartans þakkir fyrir Magnús, virkilega flott uppskrift og vel útskýrð.
February 05, 2023
January 29, 2023