Heilsu vöfflur

March 25, 2022

Heilsu vöfflur

Heilsu vöfflurnar hennar Elísabetar Ósk Sigurðardóttir
Ef maður er með grænmeti sem er að verða of gamalt mæli ég með að nota það í hollar pönnukökur eða vöfflur, segir hún Elísabet. 

Gefum henni orðið,,

Ég bakaði bæði spínat og rauðrófuvöfflur í gær og notaði eina rauðrófuvöfflu í gærkveldi sem club “sandwich” og svo spínatvöfflu í hádeginu með reyktum lax og kavíardressingu.  Ég notaði glútenlaust hveiti. Maður getur notað hvaða grænmeti sem er og eins getur maður notað haframjöl í staðinn fyrir hveiti til að fá meiri fyllingu 😉

Spínatvöfflur:
100 gr ferskt spínat
1 dl mjólk
2 egg
100 gr hveiti
1 tsk gróft salt
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk hvítlauksduft
1/2 tsk kúmen
Skelli þessu öllu í blandarann og svo bara beint á vöfflujárnið.


Rauðrófuvöfflur:
300 gr rauðrófur
1.25 dl mjólk
3 egg
5 msk hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk gróft salt
1/2 tsk hvítlauksduft
1/2 tsk kúmen

Ríf rauðrófurnar gróft og hræri öllu saman en hún segir gott að nota bara blandarann.
Gulrótarvöfflur:
3 stórar gulrætur
150 gr haframjöl
2 egg
3 dl mjólk
1/2 tsk lyftiduft
Smá salt og pipar
Smá hvítlauksduft og chilimix

Ég set haframjölið í minihakkara og mala það fínt.
Ríf gulræturnar fínt niður. Hræri öllu saman og látið deigið svo hvíla í ísskáp í 15 mín. Ég er með belgískt vöfflujárn en maður getur auðvitað notað öll vöfflujárn. 

Uppskriftir og myndir:
Uppskriftirnar eru allar frá Elísabetu Ósk Sigurðardóttir sem hún gaf mér góðfúslegt leyfi til að deila hérna með ykkur ásamt myndunum hennar. 
Hjartans þakkir Elísabet.

Njótið og deilið að vild.

 Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook


EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

Einnig í Bakstur

Hafrakex
Hafrakex

June 05, 2023

Hafrakex uppskrift frá honum Magnúsi Ólafssyni sem hann deildi með á Matarsíðu og gaf góðfúslegt leyfi til birtingar hérna.
Hjartans þakkir fyrir Magnús, virkilega flott uppskrift og vel útskýrð. 

Halda áfram að lesa

Kryddbrauð.
Kryddbrauð.

February 05, 2023

Kryddbrauð.
Smá krydd í tilveruna með ljúffengu Kryddbrauði, alltaf svo gott,,,

Halda áfram að lesa

Kókoskúlur
Kókoskúlur

January 29, 2023

Kókoskúlur
Gömlu góðu kókoskúlurnar standa alltaf fyrir sinu, auðveldar og góðar og gaman að búa til með krökkunum.

Halda áfram að lesa