Heilsu vöfflur

March 25, 2022

Heilsu vöfflur

Heilsu vöfflurnar hennar Elísabetar Ósk Sigurðardóttir
Ef maður er með grænmeti sem er að verða of gamalt mæli ég með að nota það í hollar pönnukökur eða vöfflur, segir hún Elísabet. 

Gefum henni orðið,,

Ég bakaði bæði spínat og rauðrófuvöfflur í gær og notaði eina rauðrófuvöfflu í gærkveldi sem club “sandwich” og svo spínatvöfflu í hádeginu með reyktum lax og kavíardressingu.  Ég notaði glútenlaust hveiti. Maður getur notað hvaða grænmeti sem er og eins getur maður notað haframjöl í staðinn fyrir hveiti til að fá meiri fyllingu 😉

Spínatvöfflur:
100 gr ferskt spínat
1 dl mjólk
2 egg
100 gr hveiti
1 tsk gróft salt
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk hvítlauksduft
1/2 tsk kúmen
Skelli þessu öllu í blandarann og svo bara beint á vöfflujárnið.


Rauðrófuvöfflur:
300 gr rauðrófur
1.25 dl mjólk
3 egg
5 msk hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk gróft salt
1/2 tsk hvítlauksduft
1/2 tsk kúmen

Ríf rauðrófurnar gróft og hræri öllu saman en hún segir gott að nota bara blandarann.
Gulrótarvöfflur:
3 stórar gulrætur
150 gr haframjöl
2 egg
3 dl mjólk
1/2 tsk lyftiduft
Smá salt og pipar
Smá hvítlauksduft og chilimix

Ég set haframjölið í minihakkara og mala það fínt.
Ríf gulræturnar fínt niður. Hræri öllu saman og látið deigið svo hvíla í ísskáp í 15 mín. Ég er með belgískt vöfflujárn en maður getur auðvitað notað öll vöfflujárn. 

Uppskriftir og myndir:
Uppskriftirnar eru allar frá Elísabetu Ósk Sigurðardóttir sem hún gaf mér góðfúslegt leyfi til að deila hérna með ykkur ásamt myndunum hennar. 
Hjartans þakkir Elísabet.

Njótið og deilið að vild.

 Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook


EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024 2 Athugasemdir

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa