Hafrakex

June 05, 2023

Hafrakex

Hafrakex uppskrift frá honum Magnúsi Ólafssyni sem hann deildi með á Matarsíðu og gaf góðfúslegt leyfi til birtingar hérna á síðunni. Hjartans þakkir fyrir Magnús, virkilega flott uppskrift og vel útskýrð. 

Læt hana bara koma hérna inn beint frá hans hjarta.

HAFRAKEX - uppskriftin sem einhverjir hér á síðunni hafa beðið eftir
Bið þaulreynt fólk – húsfeður og húsmæður – að sýna skilning á mikilli nákvæmni hér í uppskriftarlýsingunni – er að taka tillit til þeirra sem eru styttra komnir ! hehehe
Vil einnig taka fram að sú aðferð sem ég nota þarf alls ekki að vera sú réttasta og besta – hún hefur dugað mér vel – því er ég sáttur. Svo er örugglega líklegt að það leynist einhvers staðar enn betri uppskrift.
Ákvað að deila þessari uppskrift þar sem þetta kex hefur fengið MIKIÐ lof – og svo var annað - ég átti enga undankomuleið frá því að birta uppskriftina eftir að ég slysaðist til að setja myndir af kexinu á þessari síðu !

UPPSKRIFTIN:
250 gr. smjör
200 gr. sykur
Hrært saman í hrærivél á minnsta hraða – ég nota flata hrærarann í Kitchenaid
370 gr. haframjöl – nota til dæmis danska mjölið frá Grön balance –
Sjá mynd

- örugglega einnig frábært að nota íslenska haframjölið frá Sandhólum – er alltaf til í Bónus –
Sjá mynd.
.
240 gr. hveiti
2 tsk. lyftiduft
½ tsk. hjartarsalt
½ tsk. matarsódi
¼ tsk. flögusalt –
.
má sjálfsagt vera aðeins meira ef fólk vill mikið saltbragð – mundi samt fara MJÖG varlega í það – mér finnst þetta mátulegt – mundi alls ekki setja meira – þetta litla magn gefur mjög mildan en góðan saltkeim.
Það var oft sagt í uppskriftum hér áður „salt á hnífsoddi“ - það á við hér.
Ég skemmdi eitt sinn uppskrift með því að setja eina teskeið út í þurrefnin !
Þessum þurrefnum er blandað MJÖG vel saman og sett út í smjör- og sykurblönduna – minnsti hraði og sett smátt og smátt út í – hræra mjög stutt.
50 gr. nýmjólk
1 egg - 50 gr.
.
Slegið vel saman með gaffli og hellt rólega út í skálina og hrært aðeins örstutt áfram á minnsta hraða – EKKI hræra lengi.
.
MJÖG MIKILVÆGT: Notið hrærivélina eingöngu bara rétt til að blanda innihaldsefnunum saman – hræra eins stutt og mögulegt er.
Degið tekið úr skál og hnoðað vel á góðum fleti – nota hveiti til að þétta það eins og þarf, eða þar til það verður mátulegt til að fletja út.
Þegar verið er að fletja út skal ekki spara að strá hveiti undir og yfir – gerir allt auðveldara. Ég sjálfur flet degið frekar þunnt – en það fer bara eftir þvi hvað hver og einn vill. Ég kýs líka að fletja ekki út mikið magn í einu finnst bara auðveldara að eiga við þetta þannig – kannski af því að ég er klaufi í útflatningu – ekki nógu mikið þrautþjálfaður húsfaðir ! hehehe Mér finnst kökurnar flottari þunnar og verða þá einnig stökkari.
Þegar búið er að fletja út er hægt að skera í ræmur og síðan mátulega stóra tígla eða ferninga. Ég sjálfur kýs frekar að nota glas með fínum börmum og gera kökurnar hringlaga. Þetta er nú bara smekksatriði og einnig það hvað fólk nennir að leggja á sig.
.
Mér finnst bara notalegt að dunda við þetta og hlusta til dæmis á STORYTEL eða bara fara í skemmtilegt hugarflug á meðan. hehehehe
Útflatningurinn eða kökurnar eru pikkaðar með gaffli.
.
Ég baka við 200 gráður og i 7 mínútur á minnstu blástursstillingu – þetta er samt pottþétt misjafnt eftir ofnum og eins hver þykktin er á kökunum. Bara prufa sig áfram hvað varðar tímalengdina. Um það bil 80 kökur í einni uppskrift hjá mér – glasið sem ég nota við útskurðinn er 6.5 cm í þvermál.
.
Þegar ég er búinn að setja kexið í gott ílát, þá geymi ég það í kæli eða jafnvel frysti – bragðið heldur sér þá mun betur.
ÁBENDING: Það er til dæmis mjög snjöll hugmynd að færa heldri borgurum, sem fara ekki lengur í bakstursham, þetta heimagerða kex í smekklegum umbúðum. Sú gjöf yljar og hittir í mark – jafnvel meira en verksmiðjuframleitt konfekt til dæmis.
„Trixin“ í þessari uppskrift eru sennilega eggið og saltið – bæta bragð og áferð. Ekki algengt að sjá það í öðrum uppskriftum sem ég hef skoðað.
BON APPETIT
BLESS

Uppskrift & myndirnar eru frá Magnúsi Ólafssyni

Deilið með mikilli gleði,,,
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Og líka 

Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

Einnig í Bakstur

Kotasælubrauð
Kotasælubrauð

February 24, 2024

Kotasælubrauð
Dásamleg uppskrift frá henni Sólveiga sem hún deildi með okkur á
Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni.

Halda áfram að lesa

Rjómabollu kaffi boð.
Rjómabollu kaffi boð.

February 12, 2024

Rjómabollu kaffi boð.
Bollurdagurinn er í dag, bolla bolla. Ég var með bollukaffi í gær og fór auðveldu leiðina og keypti tilbúnar bollur eins og hugsanlega hálf þjóðin.

Halda áfram að lesa

Kornflex kökur
Kornflex kökur

February 10, 2024

Kornflex kökur
Ein af þeim sígildu og allir elska í barnaafmælum og jafnvel fullorðins líka. Allir geta komið saman og gert þetta, alveg frá að verða 3.ára og upp úr eins og við fjölskyldan gerðum og höfðu gaman af.

Halda áfram að lesa