Fyllt brauð með tómötum ofl

September 30, 2021

Fyllt brauð með tómötum ofl

Fyllt brauð með sólþurrkuðum tómötum, ólívum og feta osti
Mér finnst alveg dásamlegt að baka heimagert brauð og prufa mig áfram í hversskonar fyllingum og hérna er ein góð.

Deig:
3 dl vatn, ylvolgt
1/2 tsk hunang
1 msk þurrger
500 gr hveiti
1 tsk salt
1 msk olífuolía

Fylling:
1 dós ólívur, grænar eða svartar eftir smekk
1 dós sólþurrkaðir tómatar
250 gr fetaostur í kryddolíu

Sigtið allan vökva frá og maukið í matvinnsluvél eða skerið smátt.

Velgið aðeins vatnið og setjið ger saman við og hunang, látið gerið freyða og bætið svo hveiti, salti og ólífuolíu smátt saman við.
Hnoðið og mótið það svo í kúlu og látið það lyfta sér í 1-1 1/2 klst, þar til það hefur tvöfaldast, ef þið eigið Tuppewere hnoðskálina,
þá er gott að setja deigið í hana og lofttæma og setja ofan í heitt vatn. Þegar deigið hefur svo tvöfaldast,
þá er það tekið og slegið niður aftur og látið bíða í smá stund. Skiptið deiginu í tvo hluta og fletjið út.
Smyrjið fyllingunni vel á deigið og rúllið þétt upp.
Hægt er að smyrja svo brauðið með pískuðu eggi og strá yfir það sesamfræum, grasfræjum eða mosarella osti eftir smekk og skera í það eins og sjá má á mynd.
Bakað við 180°c í 20 mínútur.

Ég tvöfaldaði uppskriftina og frysti helminginn. Og ég bar fram brauðið með Tortillini pasta í rjómasósu í saumaklúbb hjá mér fyrir stuttu síðan og gerði það mikla lukku.
Það má líka breyta um fyllingu eða sleppa úr.

Njótið & deilið með gleði

 Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook


EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Eplakaka með kornflexi
Eplakaka með kornflexi

June 23, 2024

Eplakaka með kornflexi!
Ef maður heldur að það sé bara til ein tegund af eplaköku/pæ þá er það ekki rétt, þær eru heilmargar og hérna á síðunni eru þær að mig minnir 5-6 að verða og engin þeirra eins og allar góðar. Hugsa sér að geta valið svona úr!

 

Halda áfram að lesa

Kotasælubrauð
Kotasælubrauð

February 24, 2024

Kotasælubrauð
Dásamleg uppskrift frá henni Sólveiga sem hún deildi með okkur á
Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni.

Halda áfram að lesa

Rjómabollu kaffi boð.
Rjómabollu kaffi boð.

February 12, 2024

Rjómabollu kaffi boð.
Bollurdagurinn er í dag, bolla bolla. Ég var með bollukaffi í gær og fór auðveldu leiðina og keypti tilbúnar bollur eins og hugsanlega hálf þjóðin.

Halda áfram að lesa