Eplabrauðkaka

October 20, 2024

Eplabrauðkaka

Eplabrauðkaka & Möffins
Skellti í eitt gómsætt eplabrauð og ákvað að setja líka af blöndunni í möffins mótin mín. Einföld og góð uppskrift.

2 egg
100 gr sykur
50 gr smjör, brætt og kælt lítilega
1 tsk vanilludropar
150 gr hveiti
1 dl rjómi
1-2 epli eða 200 gr rabarabari, skorin í litla bita (notaði 3 lítil epli í tvöfalda)
3-4 msk hrásykur, ég notaði bara eins og ég þurfti af hrásykrinum

Skerið eplin í litla bita og stingið þeim jafnt og þétt ofan í blönduna þegar búið er að velta þeim upp úr hrásykrinum. Stráið svo hrásykri yfir.

Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst. Blandið saman smjöri og vanilludropum saman við. Bætið svo hveitinu saman við og hrærið og bætið síðan rjómanum saman við. Hellið blöndunni í kringlótt eldfast mót eða annað sem þið eigið til. Veltið eplabitunum upp úr hrásykrinum og dreifið þeim jafnt í degið og stráið restinni af sykrinum ofan á kökuna og bakið í 25-30 mínútur á 180°c fyrir miðjum ofni. 

Skerið eplin í bita og veltið upp úr hrásykrinum

Bætið þeim saman við blönduna

Hrærið varlega saman við

Setjið í mót og inn í ofn á og bakið í 25-30 mínútur á 180°c fyrir miðjum ofni. 





Berið fram með smjöri/ost eða rjóma/ís.

Deilið með gleði...

Þið finnið okkur líka á Instagram

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024 2 Athugasemdir

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa