December 08, 2022
Ensk jólakaka að hætti Láru Harðar
Þessa dásamlegu uppskrift gaf hún Lára mér leyfi til að deila hér með ykkur sem hún gerði fyrir stuttu síðan. Kakan sló heldur betur í gegn hjá þeim sem fékk hana og langar mig mikið til að gera þessa fyrir hana móður mína en hún er mjög hrifin af svona fyrir jólin. Takk elsku Lára fyrir að deila þessu með okkur.
300 g kúrenur
500 g rúsínur
100 g kokteilber (skera þau í helminga)
200 g súkkat
2 msk sítrónusafi
2 msk appelsínusafi
125 ml koníak
Blandið þessu saman í stóra skál & látið standa yfir nótt.
Þeytið smjör & púðursykur þar til létt.
225 g smjör
225 g púðursykur
1 msk fínt rifinn sítrónubörkur
1 msk fínt rifinn appelsínubörkur
2 msk appelsínumarmelaði
4 egg
300 g hveiti
2 tsk allrahanda krydd
1 tsk kanill
½ tsk múskat
smá salt
Þeytið smjör & púðursykur þar til létt.
Blandið berki & marmelaði við.
Bætið eggjum saman við, einu í einu.
Sigtið hveiti út í & bætið við allrahanda, kanil ásamt ávöxtunum, múskati & salti.
Bakið við 150-170°C í kringlóttu formi í u.þ.b 60 mínútur eða þar til hnífurinn sem stunginn er í miðjuna kemur hreinn út. Munið að smyrja mótin vel.
Svo er mismunandi hvort notað er koníak, víski eða dökk romm. Ég átti ekkert af þessu svo að ég notaði Grand Marnier sem ég átti til.
Ég notaði tvennsskonar langmót til að geta sett aðra kökuna í frysti en það er líka mjög flott að nota kringlótt mót eins og Lára gerði og bera kökuna fram heila.
Láru kaka (mynd frá Láru)
Svo er hægt að pakka kökunni inn í smjörpappír
Og setja rauða slaufu utan um hana og færa að gjöf.
Uppskrift: Lára Harðardóttir
Ljósmyndir: Ingunn Mjöll (nema þessi kringlótta, hún er frá Láru)
Deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 23, 2024
Eplakaka með kornflexi!
Ef maður heldur að það sé bara til ein tegund af eplaköku/pæ þá er það ekki rétt, þær eru heilmargar og hérna á síðunni eru þær að mig minnir 5-6 að verða og engin þeirra eins og allar góðar. Hugsa sér að geta valið svona úr!
February 24, 2024
February 12, 2024