Cheerios kökur

February 10, 2024

Cheerios kökur

Cheerios kökur
Þær eru alltaf jafn góðar og vinsælar í barnaafmælum, eiginlega alveg sama hvort þú sér 2, 3 eða 39.ára. Og það skemmtilega við þær er að þær eru einfaldar í gerð og öll fjölskyldan getur komið saman og gert þær og notið samvista í leiðinni.

(20-25 stk)

80 gr smjör
150 gr suðusúkkulaði
6 msk sýróp
4-5 bollar Cheerios

Bræðið saman suðusúkkulaði, sýrópi og smjöri á vægum hita og látið blandast vel saman. Takið pottinn af hellunni og bætið út í Cheeriosi og látið þekja súkkulaðið þekja það vel. Einstaklega einföld uppskrift og hægt að setja hvaða morgunkorn út í. 

Fyllið svo með skeið litil möffins mót og kælið. Snilld að eiga svo í frystinum og taka út eftir hendinni eða þegar gesti ber að garði.

Það er afar einfalt að stækka uppskriftina og það gerðum við. 

Geymið í kæli eða frysti.

Deilið með gleði,,,

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Einnig í Bakstur

Kotasælubrauð
Kotasælubrauð

February 24, 2024

Kotasælubrauð
Dásamleg uppskrift frá henni Sólveiga sem hún deildi með okkur á
Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni.

Halda áfram að lesa

Rjómabollu kaffi boð.
Rjómabollu kaffi boð.

February 12, 2024

Rjómabollu kaffi boð.
Bollurdagurinn er í dag, bolla bolla. Ég var með bollukaffi í gær og fór auðveldu leiðina og keypti tilbúnar bollur eins og hugsanlega hálf þjóðin.

Halda áfram að lesa

Kornflex kökur
Kornflex kökur

February 10, 2024

Kornflex kökur
Ein af þeim sígildu og allir elska í barnaafmælum og jafnvel fullorðins líka. Allir geta komið saman og gert þetta, alveg frá að verða 3.ára og upp úr eins og við fjölskyldan gerðum og höfðu gaman af.

Halda áfram að lesa