February 10, 2024
Cheerios kökur
Þær eru alltaf jafn góðar og vinsælar í barnaafmælum, eiginlega alveg sama hvort þú sér 2, 3 eða 39.ára. Og það skemmtilega við þær er að þær eru einfaldar í gerð og öll fjölskyldan getur komið saman og gert þær og notið samvista í leiðinni.
(20-25 stk)
80 gr smjör
150 gr suðusúkkulaði
6 msk sýróp
4-5 bollar Cheerios
Bræðið saman suðusúkkulaði, sýrópi og smjöri á vægum hita og látið blandast vel saman. Takið pottinn af hellunni og bætið út í Cheeriosi og látið þekja súkkulaðið þekja það vel. Einstaklega einföld uppskrift og hægt að setja hvaða morgunkorn út í.
Fyllið svo með skeið litil möffins mót og kælið. Snilld að eiga svo í frystinum og taka út eftir hendinni eða þegar gesti ber að garði.
Það er afar einfalt að stækka uppskriftina og það gerðum við.
Geymið í kæli eða frysti.
Deilið með gleði,,,
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 23, 2024
Eplakaka með kornflexi!
Ef maður heldur að það sé bara til ein tegund af eplaköku/pæ þá er það ekki rétt, þær eru heilmargar og hérna á síðunni eru þær að mig minnir 5-6 að verða og engin þeirra eins og allar góðar. Hugsa sér að geta valið svona úr!
February 24, 2024
February 12, 2024