Betty Crocker gulrótarkaka

November 03, 2020

Betty Crocker gulrótarkaka

Betty Crocker gulrótarkaka
Það getur verið súpergott að eiga nokkrar gerðir af Betty Crocker kökumixi þegar gesti ber að garði snögglega eða samdægurs og eitthvað af kremum líka. 

Ég átti von á gestum svo ég ákvað að skella í eina gulrótarköku en í aðeins öðru sniði en vanalega en það lítur að gerð mótsins sem ég notaði, svo gaman að breyta aðeins til.

1.pakki Gulrótarkaka
Blandið innihaldinu eftir leiðbeiningunum

Smyrjið kökumótið að innan og skellið blöndunni í eftir að það hefur verið hrært vel saman.

Bakið kökuna samkvæmt leiðbeiningum en til að vera örugg um að hún sé tilbúin þá er gott að stinga í hana með gaffal eða prjón og ef hann kemur hreinn upp þá er kakan tilbúin annars má baka hana aðeins lengur.

Takið svo kökuna úr mótinu og látið hana kólna í smá stund og skerið hana svo í helming langsum og setjið krem á milli og ofan á kökuna.


Njótið & deilið að vild.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024 2 Athugasemdir

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa