March 25, 2020
Bananabrauð
Þær eru alveg nokkuð margar útgáfurnar af brauðuppskriftum og þar eru banana brauð ekki undanskilin, hérna er ein enn útgáfan og þessi inniheldur spelt.
2 bananar (aldraðir)
1 bolli hrásykur (eða strásykur)
2 bollar hveiti (nota oftast spelt og hveiti til helminga)
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
Hræra bananana vel, bæta svo öllu hinu í.
Passar í 1 venjulegt formkökumót.
Sett í 180 heitan ofn í rúman hálftíma (eða þar til þú stingur prjóni í og dregur hann hreinan úr).
Tilvalið að skella í nokkur svona þegar matarbananar eru á afslætti í búðum.
Geyma svo bara í frysti.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 23, 2024
Eplakaka með kornflexi!
Ef maður heldur að það sé bara til ein tegund af eplaköku/pæ þá er það ekki rétt, þær eru heilmargar og hérna á síðunni eru þær að mig minnir 5-6 að verða og engin þeirra eins og allar góðar. Hugsa sér að geta valið svona úr!
February 24, 2024
February 12, 2024