Bananabrauð

March 25, 2020

Bananabrauð

Bananabrauð 
Þær eru alveg nokkuð margar útgáfurnar af brauðuppskriftum og þar eru banana brauð ekki undanskilin, hérna er ein enn útgáfan og þessi inniheldur spelt.

2 bananar (aldraðir) 
1 bolli hrásykur (eða strásykur) 
2 bollar hveiti (nota oftast spelt og hveiti til helminga) 
1 tsk lyftiduft 
1 tsk matarsódi 

Hræra bananana vel, bæta svo öllu hinu í.
Passar í 1 venjulegt formkökumót.
Sett í 180 heitan ofn í rúman hálftíma (eða þar til þú stingur prjóni í og dregur hann hreinan úr).
Tilvalið að skella í nokkur svona þegar matarbananar eru á afslætti í búðum.

Geyma svo bara í frysti. 

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook





Einnig í Bakstur

Kryddbrauð.
Kryddbrauð.

February 05, 2023

Kryddbrauð.
Smá krydd í tilveruna með ljúffengu Kryddbrauði, alltaf svo gott,,,

Halda áfram að lesa

Kókoskúlur
Kókoskúlur

January 29, 2023

Kókoskúlur
Gömlu góðu kókoskúlurnar standa alltaf fyrir sinu, auðveldar og góðar og gaman að búa til með krökkunum.

Halda áfram að lesa

Ensk ávaxtakaka
Ensk ávaxtakaka

December 11, 2022

Ensk ávaxtakaka
Hérna höfum við fengið líka uppskrift af Enskri ávaxtaköku sem hún var til í að deila með okkur hún Jónína Ögn Jóhannesdóttir á síðunni Kökur & bakstur og bætist hún þá við Ensku jólakökuna.

Halda áfram að lesa