August 28, 2020
Ungversk gúllassúpa
Ég veit ekki hvað það er við gúllassúpuana en ég tengi hana alltaf við útlönd og þegar ég kem t.d. til Þýskalands eða Spánar þá finn ég stað og panta mér góða gúllassúpu!
400-500 gr nautakjöt, skorið í bita eða keypt skorið niður
Smjör til steikingar
2 laukar, skornir í bita
2 hvítlauksrif, skorin niður
1 dós tómatpure stór
2.tsk paprikuduft
4-5 kartöflur, skornar í bita
2 rauðar paprikur niðurskornar
1/2 blaðlaukur, skorin niður
1-1.2 lítrar vatn
2 súputeningar, nautakraftur
Salt og pipar
Steikið kjötið og látið malla.
Steikið lauk, hvítlauk síðan með og bætið svo tómatpúre saman við og paprikuduftinu.
Bætið svo vatninu útí ásamt karöflunum, paprikunni og blaðlauknum ásamt nautakraftinum.
Látið malla í ca.30-40 mínútur og bragðbætið svo með salti og pipar eftir smekk, eins má bæta örlitlum chillipipar út í ef vill.
Ég myndi reyndar hafa gulrætur líka í súpunni en það er gott að hafa val.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
April 28, 2024
April 04, 2024
February 26, 2024