Toro kjötsúpa með skessujurt

January 29, 2024

Toro kjötsúpa með skessujurt

Toro kjötsúpa með skessujurt
Það kom að því að ég notaði skessujurtina sem ég fékk gefins og átti í frystinum niðurskorna. Skemmtileg tilbreyting en þótt ég hafi ekki vitað hvað Skessujurt var fyrir örfáum árum síðan þá kynntist ég henni út í Flatey árið 2021 en jurtin vex víða vilt og var á árum áður mikið notuð í kjötsúpur og örugglega margir af eldri kynslóðinni sem þekkja hana og einnig áhugasamir einstaklingar um kryddjurtir hversskonar.

Ég get allavega frætt ykkur um það að hún setti sérstakan bragðbrag á súpuna og mér þótti hún góð.

Ég notaði í hana lambakjöt/súpukjötsbita ca.500-600 gr sem ég steikti á pönnu og kryddaði með Gott á lambið. Steikti þá báðu megin, setti lokið á og létt malla í rúmlega klukkutíma. Ég tók lambakjötið út úr frystinum 5 dögum áður en ég ætlaði að nota það og þar að leiðandi verður það einstaklega meyrt og gott, mæli með alltaf með lambið eins og nautið.

Hellið vatni svo rétt fljóti yfir

1.pk af Íslenskri kjötsúpu frá Toro
3-4 gulrætur, skornar í bita
1/4 hvítkál, skorið niður
1 rófu, skorna í bita
Blaðlauk, smá bút eftir smekk, skorin niður

Setjið vatn í pottinn samkvæmt leiðbeiningum pakkans og látið suðuna koma upp og bætið út í öllu grænmetinu og látið malla á meðan kjötið mallar.

Skessujurtin fræga

Komin út í súpuna og gefur henni því extra bragð. Ekki allir fíla það og þá er bara hið besta mál að sleppa henni.

Skerið kjötið niður í bita

Og bætið því saman við súpuna

Ég skellti svo soðinu af kjötinu sem var kryddað með Gott á lambið saman við súpuna líka og þá er súpan tilbúin. Þegar ég elda mér kjötsúpu fyrir mig eins þá set ég í 1.dós fyrir daginn eftir og restinni skipti ég í ílát og frysti og gríp svo í síðar. Hagsýn húsmóðir.

Verði mér og ykkur að góðu

Deilið með gleði 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!

April 04, 2024

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa