May 13, 2020
Sveitaskyr
Fyrir 20.árum síðan þá fékk ég þetta lika rosalega góða skyr fyrir norðan á sveitabæ sem við vorum í heimsókn á og alla tíð síðan hef ég ekki getað gleymt þessu góða skyri svo að hérna deili ég með ykkur uppskriftinni.
2.dósir af hreinu skyri
Mjólk
Sykur
Vanillusykur
1.eggjarauða
Hrærið skyrið vel og hellið mjólk úti jafnt og þétt þar til skyrið er orðið frekar létt og mjúkt í sér. Bætið þá sykri saman við og vanillusykri eftir smekk (smakkið sjálf til)
Og svo er 1 eggjarauðu skellt út í blönduna og það er extra gott að bera fram með rjómablöndu yfir. Ég skar banana í sneiðar og bætti út í skyrið en það er hægt að borða það með hverju sem er.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
February 08, 2023
Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.
January 23, 2023
December 10, 2022