Sveitaskyr

May 13, 2020

Sveitaskyr

Sveitaskyr
Fyrir 20.árum síðan þá fékk ég þetta lika rosalega góða skyr fyrir norðan á sveitabæ sem við vorum í heimsókn á og alla tíð síðan hef ég ekki getað gleymt þessu góða skyri svo að hérna deili ég með ykkur uppskriftinni.

2.dósir af hreinu skyri
Mjólk
Sykur
Vanillusykur
1.eggjarauða

Hrærið skyrið vel og hellið mjólk úti jafnt og þétt þar til skyrið er orðið frekar létt og mjúkt í sér. Bætið þá sykri saman við og vanillusykri eftir smekk (smakkið sjálf til)
Og svo er 1 eggjarauðu skellt út í blönduna og það er extra gott að bera fram með rjómablöndu yfir. Ég skar banana í sneiðar og bætti út í skyrið en það er hægt að borða það með hverju sem er.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Súpur & grautar

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!

April 04, 2024

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa

Toro kjötsúpa með skessujurt
Toro kjötsúpa með skessujurt

January 29, 2024

Toro kjötsúpa með skessujurt
Það kom að því að ég notaði skessujurtina sem ég fékk gefins og átti í frystinum niðurskorna. Skemmtileg tilbreyting en þótt ég hafi ekki vitað hvað Skessujurt,,,,

Halda áfram að lesa