Sveitaskyr

May 13, 2020

Sveitaskyr

Sveitaskyr
Fyrir 20.árum síðan þá fékk ég þetta lika rosalega góða skyr fyrir norðan á sveitabæ sem við vorum í heimsókn á og alla tíð síðan hef ég ekki getað gleymt þessu góða skyri svo að hérna deili ég með ykkur uppskriftinni.

2.dósir af hreinu skyri
Mjólk
Sykur
Vanillusykur
1.eggjarauða

Hrærið skyrið vel og hellið mjólk úti jafnt og þétt þar til skyrið er orðið frekar létt og mjúkt í sér. Bætið þá sykri saman við og vanillusykri eftir smekk (smakkið sjálf til)
Og svo er 1 eggjarauðu skellt út í blönduna og það er extra gott að bera fram með rjómablöndu yfir. Ég skar banana í sneiðar og bætti út í skyrið en það er hægt að borða það með hverju sem er.Einnig í Súpur & grautar

Rjómalöguð aspassúpa
Rjómalöguð aspassúpa

January 03, 2021

Rjómalöguð aspassúpa 
(einföld og fljótleg)
Hljómar vel þessi uppskrift en finna má svo mína eigin útgáfu fyrir neðan sem ég hef notast við síðustu árin, súper einföld og góð.

Halda áfram að lesa

Grjónagrautur
Grjónagrautur

September 25, 2020

Grjónagrautur
Með kaldri lyfrapylsu er einn af ljúffengu heimilisréttum landans og margir elska enda saðsamt og gott, hvort heldur með viðbættum rúsínum eður ei.

Halda áfram að lesa

Ungversk gúllassúpa
Ungversk gúllassúpa

August 28, 2020

Ungversk gúllassúpa
Ég veit ekki hvað það er við gúllassúpuana en ég tengi hana alltaf við útlönd og þegar ég kem t.d. til Þýskalands eða Spánar þá finn ég stað og panta mér góða 

Halda áfram að lesa