Sveitaskyr

May 13, 2020

Sveitaskyr

Sveitaskyr
Fyrir 20.árum síðan þá fékk ég þetta lika rosalega góða skyr fyrir norðan á sveitabæ sem við vorum í heimsókn á og alla tíð síðan hef ég ekki getað gleymt þessu góða skyri svo að hérna deili ég með ykkur uppskriftinni.

2.dósir af hreinu skyri
Mjólk
Sykur
Vanillusykur
1.eggjarauða

Hrærið skyrið vel og hellið mjólk úti jafnt og þétt þar til skyrið er orðið frekar létt og mjúkt í sér. Bætið þá sykri saman við og vanillusykri eftir smekk (smakkið sjálf til)
Og svo er 1 eggjarauðu skellt út í blönduna og það er extra gott að bera fram með rjómablöndu yfir. Ég skar banana í sneiðar og bætti út í skyrið en það er hægt að borða það með hverju sem er.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Súpur & grautar

Gourmet Gúllas-súpa!
Gourmet Gúllas-súpa!

November 06, 2025

Gourmet Gúllas-súpa (4–5 manns)
Bauð foreldrum mínum í þessa dásamlega ljúffengu Gúllas-súpu. Útgáfurnar af gúllassúpum eru endalausar og hérna er svo sannarlega ein enn útfærslan, vona að þið njótið.

Halda áfram að lesa

Toro thaisúpa með kjúkling!
Toro thaisúpa með kjúkling!

December 02, 2024

Toro thaisúpa með kjúkling!
Súpurnar frá Toro eru eins fjölbreyttar eins og þær eru margar og hérna er ég með Thai súpuna með kjúkling. Hérna er ég aðeins með 4 hráefni að þessu sinni en auðvelt er að bæta saman við blaðlauk, litlum tómötum, papriku eða öðru góðgæti.

Halda áfram að lesa

Blaðlaukssúpa & brauð
Blaðlaukssúpa & brauð

November 04, 2024

Blaðlaukssúpa & brauð
Hérna er á ferðinni ein af vinsælu súpunum frá Toro, hvort heldur sem grunnurinn er notaður í súpu, krydd í rjóma fyrir Tartalettur, nú eða ídýfu með sýrðum rjóma. 
Bollumixið toppar svo máltíðina enda einstaklega einfalt að útbúa og gera að sínu, brauð, brauðbollur eða skemmtilegan brauðbollu hring.

Halda áfram að lesa