Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt með saffrani!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Hráefni:

100 g lax
100 g skötuselur
200 g kræklingur
200 g humarhalar
2 laukar
4 hvítlauksgeirar
½ flaska þurrt kampavín
12 þræðir saffran
1 dós niðursoðnir tómatar (Stewed tomatoes)
1 lítri vatn
1 askja sjávarréttaostur, 250 g
2 tsk karrí
1 msk kjúklingakraftur
1 msk fiskikraftur
2 tsk Dijon sinnep
2½ msk appelsínumarmelaði
ólífuolía
sjávarsalt og pipar

Leiðbeiningar: 

Afhýðið lauk og hvítlauk, saxið og setjið í stóran pott ásamt ólífuolíu.
Mýkið laukinn og bætið kampavíni og saffrani út í.
Sjóðið niður um helming.
Bætið niðursoðnum tómötum út í pottinn ásamt vatni.
Setjið kjúklinga- og fiskikraft, krydd, sinnep, appelsínumarmelaði og sjávarréttaost saman við.
Sjóðið í um 10 mínútur og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk.

Skerið fiskinn í hæfilega stóra bita og setjið út í pottinn, fyrst lax og skötusel, þá skelfiskinn.
Látið suðuna koma upp. Bætið að lokum um 2 msk. af ólífuolíu saman við súpuna, skömmu áður en hún er borin fram.

Ath að myndirnar eru ekki frá nkl þessari sjávarrétta súpu!

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Súpur & grautar

Toro thaisúpa með kjúkling!
Toro thaisúpa með kjúkling!

December 02, 2024

Toro thaisúpa með kjúkling!
Súpurnar frá Toro eru eins fjölbreyttar eins og þær eru margar og hérna er ég með Thai súpuna með kjúkling. Hérna er ég aðeins með 4 hráefni að þessu sinni en auðvelt er að bæta saman við blaðlauk, litlum tómötum, papriku eða öðru góðgæti.

Halda áfram að lesa

Blaðlaukssúpa & brauð
Blaðlaukssúpa & brauð

November 04, 2024

Blaðlaukssúpa & brauð
Hérna er á ferðinni ein af vinsælu súpunum frá Toro, hvort heldur sem grunnurinn er notaður í súpu, krydd í rjóma fyrir Tartalettur, nú eða ídýfu með sýrðum rjóma. 
Bollumixið toppar svo máltíðina enda einstaklega einfalt að útbúa og gera að sínu, brauð, brauðbollur eða skemmtilegan brauðbollu hring.

Halda áfram að lesa

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!

April 04, 2024

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!

Halda áfram að lesa