April 28, 2024
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt með saffrani!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.
Hráefni:
100 g lax
100 g skötuselur
200 g kræklingur
200 g humarhalar
2 laukar
4 hvítlauksgeirar
½ flaska þurrt kampavín
12 þræðir saffran
1 dós niðursoðnir tómatar (Stewed tomatoes)
1 lítri vatn
1 askja sjávarréttaostur, 250 g
2 tsk karrí
1 msk kjúklingakraftur
1 msk fiskikraftur
2 tsk Dijon sinnep
2½ msk appelsínumarmelaði
ólífuolía
sjávarsalt og pipar
Leiðbeiningar:
Afhýðið lauk og hvítlauk, saxið og setjið í stóran pott ásamt ólífuolíu.
Mýkið laukinn og bætið kampavíni og saffrani út í.
Sjóðið niður um helming.
Bætið niðursoðnum tómötum út í pottinn ásamt vatni.
Setjið kjúklinga- og fiskikraft, krydd, sinnep, appelsínumarmelaði og sjávarréttaost saman við.
Sjóðið í um 10 mínútur og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk.
Skerið fiskinn í hæfilega stóra bita og setjið út í pottinn, fyrst lax og skötusel, þá skelfiskinn.
Látið suðuna koma upp. Bætið að lokum um 2 msk. af ólífuolíu saman við súpuna, skömmu áður en hún er borin fram.
Ath að myndirnar eru ekki frá nkl þessari sjávarrétta súpu!
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
April 04, 2024
February 26, 2024
January 29, 2024