Sjávarréttasúpa

February 08, 2023

Sjávarréttasúpa

Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.

Handa 5-6
 
Saxið niður grænmetið smátt

2 dósir Hunt‘s Orginal Carlic (Ég notaði reyndar 1 stóra krukku af svipuðu, sjá mynd) þar sem ég fann þetta ekki í búðinni
3 bollar vatn
½ bolli laukur saxaður
½ bolli gulrætur saxaðar, þunnar sneiðar
½ bolli paprika söxuð
1 peli rjómi
½ kjúklingatengur (Knorr 1/1)
1 msk púðursykur
Cayanna pipar, smá
250 gr rækja eða annar fiskur, hörpuskel, krabbakjöt, lúða.
Má vera bland af öllu.

Steikið grænmetið í potti og setjið tómatkryddsósuna út í.
Bætið hinu út í nema rækjunum og hrærið vel saman.
Látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur.


Ég notaði þessa sósu, hún var mjög góð.

Setjið rækjurnar útí þegar súpan er fullsoðin,
en ef notaður er fiskur þá má setja hann út í,
í bitum 5 mínútum áður en súpan er tekin af hellunni.Meðlæt ef vill:

Salatblöð rifin
Fetaostur í kryddolíu
Tómatar
Rauðlaukur
Olívur

Uppskrift frá Helgu Sigurðardóttur

Dásamlegt ef uppskriftinni er deilt áfram, takk fyrir.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Súpur & grautar

Aspassúpa
Aspassúpa

January 23, 2023

Aspassúpan mín
Mín eigin útgáfa af Aspassúpunni hefur oftar en ekki verið bökuð upp úr 2 pökkum af Toró Aspassúpu og hefur hún alltaf slegið í gegn, einföld og góð og allir ættu að geta gert hana.

Halda áfram að lesa

Blaðlauksostasúpa
Blaðlauksostasúpa

December 10, 2022

Blaðlauksostasúpa
Létt og afar fljótlegt að útbúa þessa súpu og minnsta mál að gera hana í minni eða stærri hlutföllum en ég helmingaði sjálf uppskriftina og þar sem ég átti til

Halda áfram að lesa

Kókos og karrý súpa
Kókos og karrý súpa

December 06, 2022

Kókos og karrý súpa
Þessa æðislegu uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan senda frá Áslaugu Helgu matreiðslukennara og var ég að gera hana núna sjálf í mitt fyrsta sinn 

Halda áfram að lesa