Sjávarréttasúpa

February 08, 2023

Sjávarréttasúpa

Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.

Handa 5-6
 
Saxið niður grænmetið smátt

2 dósir Hunt‘s Orginal Carlic (Ég notaði reyndar 1 stóra krukku af svipuðu, sjá mynd) þar sem ég fann þetta ekki í búðinni
3 bollar vatn
½ bolli laukur saxaður
½ bolli gulrætur saxaðar, þunnar sneiðar
½ bolli paprika söxuð
1 peli rjómi
½ kjúklingatengur (Knorr 1/1)
1 msk púðursykur
Cayanna pipar, smá
250 gr rækja eða annar fiskur, hörpuskel, krabbakjöt, lúða.
Má vera bland af öllu.

Steikið grænmetið í potti og setjið tómatkryddsósuna út í.
Bætið hinu út í nema rækjunum og hrærið vel saman.
Látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur.


Ég notaði þessa sósu, hún var mjög góð.

Setjið rækjurnar útí þegar súpan er fullsoðin,
en ef notaður er fiskur þá má setja hann út í,
í bitum 5 mínútum áður en súpan er tekin af hellunni.Meðlæt ef vill:

Salatblöð rifin
Fetaostur í kryddolíu
Tómatar
Rauðlaukur
Olívur

Uppskrift frá Helgu Sigurðardóttur

Dásamlegt ef uppskriftinni er deilt áfram, takk fyrir.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!

April 04, 2024

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa