April 14, 2020
Rjómasveppasúpa með hráskinku og villissveppaosti
Ein gourme og girnileg sveppasúpa með skemmtilegu tvisti, alltaf svo gaman að prufa sig áfram í nýjungum.
100 g smjör
100 g hveiti
5 dl vatn
5 dl nýmjólk
2 stk. súputeningar
1 stk. sveppateningur
250 gsveppir
1 msk. smjör
5 dl rjómi
6 cl sérrý eða púrtvín (má sleppa)
5 sneiðar hráskinka eða hrátt hangikjöt
6 msk. rifinn villisveppaostur
• salt og nýmulinn svartur pipar
Aðferð:
Bræðið smjörið og bætið í hveiti, hrærið vel saman.
Setjið saman við vatn og mjólk. sjóðið við vægan hita í nokkkrar mínútur.
Bætið í súputeningum og sveppateningum.
Saxið sveppina og steikið í smjörinu, kryddið með salti og pipar.
Hellið rjómanum yfir sveppina og látið sjóða upp.
Bætið svepparjómanum í súpugrunninn og bragðbætið með sérrý eða púrtvíni.
Skerið hráskinkuna í bita og setjið á miðju disksins ásamt 1 msk. af rifnum villisveppaosti.
Hellið súpunni á diskinn og berið fram.
Verði ykkur að góðu,
Sigrún
January 03, 2021
Rjómalöguð aspassúpa
(einföld og fljótleg)
Hljómar vel þessi uppskrift en finna má svo mína eigin útgáfu fyrir neðan sem ég hef notast við síðustu árin, súper einföld og góð.
September 25, 2020
August 28, 2020