Rjómasveppasúpa

April 14, 2020

Rjómasveppasúpa

Rjómasveppasúpa með hráskinku og villissveppaosti
Ein gourme og girnileg sveppasúpa með skemmtilegu tvisti, alltaf svo gaman að prufa sig áfram í nýjungum.


100 g smjör 
100 g hveiti 
5 dl vatn 
5 dl nýmjólk 
2 stk. súputeningar 
1 stk. sveppateningur 
250 gsveppir 
1 msk. smjör 
5 dl rjómi 
6 cl sérrý eða púrtvín (má sleppa) 
5 sneiðar hráskinka eða hrátt hangikjöt 
6 msk. rifinn villisveppaostur 
• salt og nýmulinn svartur pipar

Aðferð:

Bræðið smjörið og bætið í hveiti, hrærið vel saman.
Setjið saman við vatn og mjólk. sjóðið við vægan hita í nokkkrar mínútur.
Bætið í súputeningum og sveppateningum.
Saxið sveppina og steikið í smjörinu, kryddið með salti og pipar.
Hellið rjómanum yfir sveppina og látið sjóða upp.
Bætið svepparjómanum í súpugrunninn og bragðbætið með sérrý eða púrtvíni.

Skerið hráskinkuna í bita og setjið á miðju disksins ásamt 1 msk. af rifnum villisveppaosti.
Hellið súpunni á diskinn og berið fram.

Verði ykkur að góðu,
Sigrún

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa

Toro kjötsúpa með skessujurt
Toro kjötsúpa með skessujurt

January 29, 2024

Toro kjötsúpa með skessujurt
Það kom að því að ég notaði skessujurtina sem ég fékk gefins og átti í frystinum niðurskorna. Skemmtileg tilbreyting en þótt ég hafi ekki vitað hvað Skessujurt,,,,

Halda áfram að lesa

Fiskisúpa, afar einföld!
Fiskisúpa, afar einföld!

January 01, 2024

Fiskisúpa, afar einföld!
Oft er bara svo gott að geta eldað eitthvað fljótlegt en gott á sama tíma og súpur eru eitt af því sem er svo gott að geta gripið í eins og einn pakka af súpugrunn...

Halda áfram að lesa