April 14, 2020
Rjómasveppasúpa með hráskinku og villissveppaosti
Ein gourme og girnileg sveppasúpa með skemmtilegu tvisti, alltaf svo gaman að prufa sig áfram í nýjungum.
100 g smjör
100 g hveiti
5 dl vatn
5 dl nýmjólk
2 stk. súputeningar
1 stk. sveppateningur
250 gsveppir
1 msk. smjör
5 dl rjómi
6 cl sérrý eða púrtvín (má sleppa)
5 sneiðar hráskinka eða hrátt hangikjöt
6 msk. rifinn villisveppaostur
• salt og nýmulinn svartur pipar
Aðferð:
Bræðið smjörið og bætið í hveiti, hrærið vel saman.
Setjið saman við vatn og mjólk. sjóðið við vægan hita í nokkkrar mínútur.
Bætið í súputeningum og sveppateningum.
Saxið sveppina og steikið í smjörinu, kryddið með salti og pipar.
Hellið rjómanum yfir sveppina og látið sjóða upp.
Bætið svepparjómanum í súpugrunninn og bragðbætið með sérrý eða púrtvíni.
Skerið hráskinkuna í bita og setjið á miðju disksins ásamt 1 msk. af rifnum villisveppaosti.
Hellið súpunni á diskinn og berið fram.
Verði ykkur að góðu,
Sigrún
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 02, 2024
November 04, 2024
April 28, 2024