Rjómasveppasúpa

April 14, 2020

Rjómasveppasúpa

Rjómasveppasúpa með hráskinku og villissveppaosti
Ein gourme og girnileg sveppasúpa með skemmtilegu tvisti, alltaf svo gaman að prufa sig áfram í nýjungum.


100 g smjör 
100 g hveiti 
5 dl vatn 
5 dl nýmjólk 
2 stk. súputeningar 
1 stk. sveppateningur 
250 gsveppir 
1 msk. smjör 
5 dl rjómi 
6 cl sérrý eða púrtvín (má sleppa) 
5 sneiðar hráskinka eða hrátt hangikjöt 
6 msk. rifinn villisveppaostur 
• salt og nýmulinn svartur pipar

Aðferð:

Bræðið smjörið og bætið í hveiti, hrærið vel saman.
Setjið saman við vatn og mjólk. sjóðið við vægan hita í nokkkrar mínútur.
Bætið í súputeningum og sveppateningum.
Saxið sveppina og steikið í smjörinu, kryddið með salti og pipar.
Hellið rjómanum yfir sveppina og látið sjóða upp.
Bætið svepparjómanum í súpugrunninn og bragðbætið með sérrý eða púrtvíni.

Skerið hráskinkuna í bita og setjið á miðju disksins ásamt 1 msk. af rifnum villisveppaosti.
Hellið súpunni á diskinn og berið fram.

Verði ykkur að góðu,
Sigrún

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa
Sjávarréttasúpa

February 08, 2023

Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.

Halda áfram að lesa

Aspassúpa
Aspassúpa

January 23, 2023

Aspassúpan mín
Mín eigin útgáfa af Aspassúpunni hefur oftar en ekki verið bökuð upp úr 2 pökkum af Toró Aspassúpu og hefur hún alltaf slegið í gegn, einföld og góð og allir ættu að geta gert hana.

Halda áfram að lesa

Blaðlauksostasúpa
Blaðlauksostasúpa

December 10, 2022

Blaðlauksostasúpa
Létt og afar fljótlegt að útbúa þessa súpu og minnsta mál að gera hana í minni eða stærri hlutföllum en ég helmingaði sjálf uppskriftina og þar sem ég átti til

Halda áfram að lesa