Rjómasveppasúpa

April 14, 2020

Rjómasveppasúpa

Rjómasveppasúpa með hráskinku og villissveppaosti
Ein gourme og girnileg sveppasúpa með skemmtilegu tvisti, alltaf svo gaman að prufa sig áfram í nýjungum.


100 g smjör 
100 g hveiti 
5 dl vatn 
5 dl nýmjólk 
2 stk. súputeningar 
1 stk. sveppateningur 
250 gsveppir 
1 msk. smjör 
5 dl rjómi 
6 cl sérrý eða púrtvín (má sleppa) 
5 sneiðar hráskinka eða hrátt hangikjöt 
6 msk. rifinn villisveppaostur 
• salt og nýmulinn svartur pipar

Aðferð:

Bræðið smjörið og bætið í hveiti, hrærið vel saman.
Setjið saman við vatn og mjólk. sjóðið við vægan hita í nokkkrar mínútur.
Bætið í súputeningum og sveppateningum.
Saxið sveppina og steikið í smjörinu, kryddið með salti og pipar.
Hellið rjómanum yfir sveppina og látið sjóða upp.
Bætið svepparjómanum í súpugrunninn og bragðbætið með sérrý eða púrtvíni.

Skerið hráskinkuna í bita og setjið á miðju disksins ásamt 1 msk. af rifnum villisveppaosti.
Hellið súpunni á diskinn og berið fram.

Verði ykkur að góðu,
Sigrún

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Súpur & grautar

Toro thaisúpa með kjúkling!
Toro thaisúpa með kjúkling!

December 02, 2024

Toro thaisúpa með kjúkling!
Súpurnar frá Toro eru eins fjölbreyttar eins og þær eru margar og hérna er ég með Thai súpuna með kjúkling. Hérna er ég aðeins með 4 hráefni að þessu sinni en auðvelt er að bæta saman við blaðlauk, litlum tómötum, papriku eða öðru góðgæti.

Halda áfram að lesa

Blaðlaukssúpa & brauð
Blaðlaukssúpa & brauð

November 04, 2024

Blaðlaukssúpa & brauð
Hérna er á ferðinni ein af vinsælu súpunum frá Toro, hvort heldur sem grunnurinn er notaður í súpu, krydd í rjóma fyrir Tartalettur, nú eða ídýfu með sýrðum rjóma. 
Bollumixið toppar svo máltíðina enda einstaklega einfalt að útbúa og gera að sínu, brauð, brauðbollur eða skemmtilegan brauðbollu hring.

Halda áfram að lesa

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa