Rabarbaragrautur

July 15, 2021

Rabarbaragrautur

Rabarbaragrautur
Ég man svo vel eftir því þegar ég var að alast upp að þá hafði mamma oft Rabarbaragraut enda ekki langt að sækja hann út í garð hjá okkur. Þeir sem búa svo vel nýta hann allan vel, ýmist í sultu, graut eða bökur og er það sannkölluð búbót. í dag er ég þakklát fyrir þá sem bjóðast til að gefa mér rabbarbara en ég nýti hann vel og vandlega í allt mögulegt.

Uppskrift:
1/2-1 kg.rabarbari
100.gr sykur
8.dl vatn
50.gr kartöflumjöl blandað með 2.dl af vatni

Hreinsið rabarbarann og þvoið.
Skerið hann í jafna bita. 
Látið vatnið sjóða og bætið þá sykrinum og rabarbaranum út í heitt vatnið og sjóðið áfram þar til allt er komið í mauk.
Kartöflumjölinum er hrært saman við kalda vatnið og hellið svo rólega saman við grautinn. (Ath að hræra ekki í hring svo grauturinn verði ekki seigur, gamalt húsráð). Ég sauð hann í um klukkutíma.

Hellið grautinum í skál og berið fram með sykri og rjómablöndu.
Sumir vilja líka þeyttan rjóma með grautnum, gott að hafa val.

Deilið & njótið

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Súpur & grautar

Toro thaisúpa með kjúkling!
Toro thaisúpa með kjúkling!

December 02, 2024

Toro thaisúpa með kjúkling!
Súpurnar frá Toro eru eins fjölbreyttar eins og þær eru margar og hérna er ég með Thai súpuna með kjúkling. Hérna er ég aðeins með 4 hráefni að þessu sinni en auðvelt er að bæta saman við blaðlauk, litlum tómötum, papriku eða öðru góðgæti.

Halda áfram að lesa

Blaðlaukssúpa & brauð
Blaðlaukssúpa & brauð

November 04, 2024

Blaðlaukssúpa & brauð
Hérna er á ferðinni ein af vinsælu súpunum frá Toro, hvort heldur sem grunnurinn er notaður í súpu, krydd í rjóma fyrir Tartalettur, nú eða ídýfu með sýrðum rjóma. 
Bollumixið toppar svo máltíðina enda einstaklega einfalt að útbúa og gera að sínu, brauð, brauðbollur eða skemmtilegan brauðbollu hring.

Halda áfram að lesa

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa