Rabarbaragrautur

July 15, 2021

Rabarbaragrautur

Rabarbaragrautur
Ég man svo vel eftir því þegar ég var að alast upp að þá hafði mamma oft Rabarbaragraut enda ekki langt að sækja hann út í garð hjá okkur. Þeir sem búa svo vel nýta hann allan vel, ýmist í sultu, graut eða bökur og er það sannkölluð búbót. í dag er ég þakklát fyrir þá sem bjóðast til að gefa mér rabbarbara en ég nýti hann vel og vandlega í allt mögulegt.

Uppskrift:
1/2-1 kg.rabarbari
100.gr sykur
8.dl vatn
50.gr kartöflumjöl blandað með 2.dl af vatni

Hreinsið rabarbarann og þvoið.
Skerið hann í jafna bita. 
Látið vatnið sjóða og bætið þá sykrinum og rabarbaranum út í heitt vatnið og sjóðið áfram þar til allt er komið í mauk.
Kartöflumjölinum er hrært saman við kalda vatnið og hellið svo rólega saman við grautinn. (Ath að hræra ekki í hring svo grauturinn verði ekki seigur, gamalt húsráð). Ég sauð hann í um klukkutíma.

Hellið grautinum í skál og berið fram með sykri og rjómablöndu.
Sumir vilja líka þeyttan rjóma með grautnum, gott að hafa val.

Deilið & njótið

Einnig í Súpur & grautar

Naglasúpan mín!
Naglasúpan mín!

May 31, 2021

Naglasúpan mín!
Hver og einn virðist eiga sína útgáfu af blessaðri naglasúpunni. Af hverju þetta nafn ? Jú því það virðist vera komið frá árum námsmannanna þegar allt var týnt til úr ísskápnum,

Halda áfram að lesa

Rjómalöguð aspassúpa
Rjómalöguð aspassúpa

January 03, 2021

Rjómalöguð aspassúpa 
(einföld og fljótleg)
Hljómar vel þessi uppskrift en finna má svo mína eigin útgáfu fyrir neðan sem ég hef notast við síðustu árin, súper einföld og góð.

Halda áfram að lesa

Grjónagrautur
Grjónagrautur

September 25, 2020

Grjónagrautur
Með kaldri lyfrapylsu er einn af ljúffengu heimilisréttum landans og margir elska enda saðsamt og gott, hvort heldur með viðbættum rúsínum eður ei.

Halda áfram að lesa