July 15, 2021
Rabarbaragrautur
Ég man svo vel eftir því þegar ég var að alast upp að þá hafði mamma oft Rabarbaragraut enda ekki langt að sækja hann út í garð hjá okkur. Þeir sem búa svo vel nýta hann allan vel, ýmist í sultu, graut eða bökur og er það sannkölluð búbót. í dag er ég þakklát fyrir þá sem bjóðast til að gefa mér rabbarbara en ég nýti hann vel og vandlega í allt mögulegt.
Uppskrift:
1/2-1 kg.rabarbari
100.gr sykur
8.dl vatn
50.gr kartöflumjöl blandað með 2.dl af vatni
Hreinsið rabarbarann og þvoið.
Skerið hann í jafna bita.
Látið vatnið sjóða og bætið þá sykrinum og rabarbaranum út í heitt vatnið og sjóðið áfram þar til allt er komið í mauk.
Kartöflumjölinum er hrært saman við kalda vatnið og hellið svo rólega saman við grautinn. (Ath að hræra ekki í hring svo grauturinn verði ekki seigur, gamalt húsráð). Ég sauð hann í um klukkutíma.
Hellið grautinum í skál og berið fram með sykri og rjómablöndu.
Sumir vilja líka þeyttan rjóma með grautnum, gott að hafa val.
Deilið & njótið
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 02, 2024
November 04, 2024
April 28, 2024