Rabarbaragrautur

July 15, 2021

Rabarbaragrautur

Rabarbaragrautur
Ég man svo vel eftir því þegar ég var að alast upp að þá hafði mamma oft Rabarbaragraut enda ekki langt að sækja hann út í garð hjá okkur. Þeir sem búa svo vel nýta hann allan vel, ýmist í sultu, graut eða bökur og er það sannkölluð búbót. í dag er ég þakklát fyrir þá sem bjóðast til að gefa mér rabbarbara en ég nýti hann vel og vandlega í allt mögulegt.

Uppskrift:
1/2-1 kg.rabarbari
100.gr sykur
8.dl vatn
50.gr kartöflumjöl blandað með 2.dl af vatni

Hreinsið rabarbarann og þvoið.
Skerið hann í jafna bita. 
Látið vatnið sjóða og bætið þá sykrinum og rabarbaranum út í heitt vatnið og sjóðið áfram þar til allt er komið í mauk.
Kartöflumjölinum er hrært saman við kalda vatnið og hellið svo rólega saman við grautinn. (Ath að hræra ekki í hring svo grauturinn verði ekki seigur, gamalt húsráð). Ég sauð hann í um klukkutíma.

Hellið grautinum í skál og berið fram með sykri og rjómablöndu.
Sumir vilja líka þeyttan rjóma með grautnum, gott að hafa val.

Deilið & njótið

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!

April 04, 2024

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa