Ofnbökuð blómkálssúpa

November 29, 2022

Ofnbökuð blómkálssúpa

Ofnbökuð blómkálssúpa
Ljúffeng og góð súpa 
Áhugaverð samsetning af ofnbakaðri blómkálssúpu frá henni Sigurveigu Káradóttir/Íslenskt.is

6 - 7 msk. ólífuolía
1 kg. blómkál
300 gr. laukur
100 gr. sellerí
4-5 hvítlauksrif
1 líter grænmetissoð
2-3 tsk. turmerik
1/2 tsk. cayenne pipar
3-4 lárviðarlauf

Sjávarsalt
Hvítur pipar


Blómkálið skorið í bita og velt úr 5-6 msk. af ólífuolíu, 1-2 tsk. af sjávarsalti, 1 tsk. af hvítum pipar og 2 tsk. af turmerik.

Sett í fat og ofnbakað við 200 gráður í 20-30 mínútur eða þar til blómkálið er mjúkt og farið að taka lit.

Laukurinn og selleríð saxað smátt, sett í pott ásamt 1-2 msk. af ólífuolíu og ögn af sjávarsalti og látið malla á vægum hita í 5-6 mínútur
eða þar til það hefur linast ögn.

Því næst fer smátt saxaður hvítlaukur í pottinn, næst soðið og loks ofnbakaða blómkálið.

Látið sjóða í 10 mínútur eða þar til allt er orðið lint og vel soðið.
Þá eru lárviðarlaufin veidd úr, súpan maukuð og krydduð til ef þarf.

Höfundur uppskriftar
Sigurveig Káradóttir

Af síðu Íslenskt.is

Ath að myndin er ekki af þessari ákveðnu súpu.

Njótið og deilið

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!

April 04, 2024

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa