Ofnbökuð blómkálssúpa

November 29, 2022

Ofnbökuð blómkálssúpa

Ofnbökuð blómkálssúpa
Ljúffeng og góð súpa 
Áhugaverð samsetning af ofnbakaðri blómkálssúpu frá henni Sigurveigu Káradóttir/Íslenskt.is

6 - 7 msk. ólífuolía
1 kg. blómkál
300 gr. laukur
100 gr. sellerí
4-5 hvítlauksrif
1 líter grænmetissoð
2-3 tsk. turmerik
1/2 tsk. cayenne pipar
3-4 lárviðarlauf

Sjávarsalt
Hvítur pipar


Blómkálið skorið í bita og velt úr 5-6 msk. af ólífuolíu, 1-2 tsk. af sjávarsalti, 1 tsk. af hvítum pipar og 2 tsk. af turmerik.

Sett í fat og ofnbakað við 200 gráður í 20-30 mínútur eða þar til blómkálið er mjúkt og farið að taka lit.

Laukurinn og selleríð saxað smátt, sett í pott ásamt 1-2 msk. af ólífuolíu og ögn af sjávarsalti og látið malla á vægum hita í 5-6 mínútur
eða þar til það hefur linast ögn.

Því næst fer smátt saxaður hvítlaukur í pottinn, næst soðið og loks ofnbakaða blómkálið.

Látið sjóða í 10 mínútur eða þar til allt er orðið lint og vel soðið.
Þá eru lárviðarlaufin veidd úr, súpan maukuð og krydduð til ef þarf.

Höfundur uppskriftar
Sigurveig Káradóttir

Af síðu Íslenskt.is

Ath að myndin er ekki af þessari ákveðnu súpu.

Njótið og deilið

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa
Sjávarréttasúpa

February 08, 2023

Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.

Halda áfram að lesa

Aspassúpa
Aspassúpa

January 23, 2023

Aspassúpan mín
Mín eigin útgáfa af Aspassúpunni hefur oftar en ekki verið bökuð upp úr 2 pökkum af Toró Aspassúpu og hefur hún alltaf slegið í gegn, einföld og góð og allir ættu að geta gert hana.

Halda áfram að lesa

Blaðlauksostasúpa
Blaðlauksostasúpa

December 10, 2022

Blaðlauksostasúpa
Létt og afar fljótlegt að útbúa þessa súpu og minnsta mál að gera hana í minni eða stærri hlutföllum en ég helmingaði sjálf uppskriftina og þar sem ég átti til

Halda áfram að lesa