Naglasúpan mín!

May 31, 2021

Naglasúpan mín!

Naglasúpan mín!
Hver og einn virðist eiga sína útgáfu af blessaðri naglasúpunni. Af hverju þetta nafn ? Jú því það virðist vera komið frá árum námsmannanna þegar allt var týnt til úr ísskápnum, ljúffengir afgangar sem ekki fara til spillis og úr verður matarmikil súpa þetta er mín útgáfa og ég naut þess að gefa henni smá tvisti.

Já og nei, enginn nagli í henni!

2 lítrar af vatni
2 grænmetisteningar
1 kjúklingateningur
3-4 meðalstórar gulrætur
1 rauðrófa, elduð
1/2 kúrbítur (Zucchini)
1/1-1 hnúðkál
1 laukur
4-5 hvítlauksrif
1 rauð paprika
5-6 sveppir
1/2 blaðlaukur
Biti af engifer
Kartöflur (má sleppa)
2-3 lítil fiskstykki (má sleppa)

Setjið vatn í pott og bætið teningunum út í.
Skerið niður allt grænmetið í bita eftir eigin smekk. Bætið grænmetinu út í vatnið og látið suðuna koma upp. Látið malla í rúmlega klukkutíma.

Ég borðaði súpu í 3 máltíðir alsæl og setti svo í 2 máltíðir í frostþolið ílát og frysti. Gott að eiga súpu á lager og njóta síðar.

Njótið & deilið að vild.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Kjúklingasúpa frá Toro
Kjúklingasúpa frá Toro

November 01, 2023

Kjúklingasúpa frá Toro
Stundum er það eitthvað fljótlegt, einfalt og gott eins og súpa með viðbættum maiz (ég notaði ca hálfa dós) og svo er gott líka að nýta afganga af kjúkling og setja saman við en þessi súpa dugði mér vel í tvo daga og ég bætti ofan á hana mosarella ost og smá salt og pipar úr kvörn.

Halda áfram að lesa

Sjávarréttasúpa
Sjávarréttasúpa

February 08, 2023

Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.

Halda áfram að lesa

Aspassúpa
Aspassúpa

January 23, 2023

Aspassúpan mín
Mín eigin útgáfa af Aspassúpunni hefur oftar en ekki verið bökuð upp úr 2 pökkum af Toró Aspassúpu og hefur hún alltaf slegið í gegn, einföld og góð og allir ættu að geta gert hana.

Halda áfram að lesa