Mexícosúpa frá Erlu

March 25, 2020

Mexícosúpa frá Erlu

Mexícosúpa frá Erlu
Ekta fyrir saumaklúbbinn, afmælisveisluna, fermingarveisluna, já í allar veislur, hún hittir alltaf í mark og svo er líka hægt að hafa hana tvískipta, með kjúkling og án, ekkert að flækja málin ef fólk er vegan með fleirri réttum.

Samantekt: Þessi er voða vinsæl

Hráefni: 
3-5 laukar
2-3 hvítlauksrif
½ rauður chilipipar
1 flaska Granini tómatsafi
5 dl. kjúklingasoð (teningur)
5 dl. Kjötsoð (teningur)
3-4 súputeningar
½ - 1 tsk. kóriander 
1 - 2 tsk. worcestershiresósa
1/2 - 1 tsk chilikrydd
½- 1 tsk. cayennapipar
2 dósir niðursoðnir tómatar
4-6 kjúklingabringur 

Aðferð:
Mýkið laukinn og hvítlaukinn á pönnu. 

Setjið allt hráefnið nema kjúklinginn í pott og sjóðið við vægan hita í 20 mínútur.
Skerið bringurnar í góða munnbita og steikið á pönnu.
Setjið síðan bitana út í pottinn og sjóðið súpuna áfram í aðrar 20 mínútur við vægan hita.

Með þessu berið þið fram sýrðan rjóma, rifinn ost, guacamole, doritos snakk, nýtt og gott brauð.
Þegar súpan er komin á diskinn er sýrða rjómanum, ostinum og guacamole bætt út í og snakkið mulið yfir.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa

Toro kjötsúpa með skessujurt
Toro kjötsúpa með skessujurt

January 29, 2024

Toro kjötsúpa með skessujurt
Það kom að því að ég notaði skessujurtina sem ég fékk gefins og átti í frystinum niðurskorna. Skemmtileg tilbreyting en þótt ég hafi ekki vitað hvað Skessujurt,,,,

Halda áfram að lesa

Fiskisúpa, afar einföld!
Fiskisúpa, afar einföld!

January 01, 2024

Fiskisúpa, afar einföld!
Oft er bara svo gott að geta eldað eitthvað fljótlegt en gott á sama tíma og súpur eru eitt af því sem er svo gott að geta gripið í eins og einn pakka af súpugrunn...

Halda áfram að lesa