March 25, 2020
Mexícosúpa frá Erlu
Ekta fyrir saumaklúbbinn, afmælisveisluna, fermingarveisluna, já í allar veislur, hún hittir alltaf í mark og svo er líka hægt að hafa hana tvískipta, með kjúkling og án, ekkert að flækja málin ef fólk er vegan með fleirri réttum.
Samantekt: Þessi er voða vinsæl
Hráefni:
3-5 laukar
2-3 hvítlauksrif
½ rauður chilipipar
1 flaska Granini tómatsafi
5 dl. kjúklingasoð (teningur)
5 dl. Kjötsoð (teningur)
3-4 súputeningar
½ - 1 tsk. kóriander
1 - 2 tsk. worcestershiresósa
1/2 - 1 tsk chilikrydd
½- 1 tsk. cayennapipar
2 dósir niðursoðnir tómatar
4-6 kjúklingabringur
Aðferð:
Mýkið laukinn og hvítlaukinn á pönnu.
Setjið allt hráefnið nema kjúklinginn í pott og sjóðið við vægan hita í 20 mínútur.
Skerið bringurnar í góða munnbita og steikið á pönnu.
Setjið síðan bitana út í pottinn og sjóðið súpuna áfram í aðrar 20 mínútur við vægan hita.
Með þessu berið þið fram sýrðan rjóma, rifinn ost, guacamole, doritos snakk, nýtt og gott brauð.
Þegar súpan er komin á diskinn er sýrða rjómanum, ostinum og guacamole bætt út í og snakkið mulið yfir.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
November 04, 2024
April 28, 2024
April 04, 2024