February 14, 2020
Mexico súpa
Súpan duga fyrir 4-6.
Þessi er mikið höfð í veislum í dag enda svo ljúffeng með eindæmum og saðsöm.
3-5 laukar
4 hvítlauksrif
2 msk olía
Laukurinn er skorinn og blandaður olíunni í stórum potti.
Chillipipar (heill ferskur) rauður er skorinn niður smátt.
2 dósir af niðursoðnum tómötum
1 ten. kjúklingakrafur + 1 dl vatn
1 ten. nautakraftur + 1 dl vatn /eða grænmetiskrafti
1 L tómatsafi
(1 msk koriander eða kúmen )
1 tsk cayannepipar
1 tsk chillipipar
Bætt í pottinn og látið malla í ca. 2 klst.
1 grillaður kjúklingur - rifinn í smábita og bætt við undir lokin (má sleppa) (má notar kjúklingabringur eða kjúklingalundir (bætt hrátt út í og þá auðvitað lengri tími).
Berist fram svona:
Nachos flögur (Dorritos salt og pipar - beige litaður poki) settar í botninn á djúpum diski,
sýrður rjómi settur ofan á flögurnar, súpunni hellt ofan á þetta og mildum rifnum osti stráð yfir.
Má nota líka guagemole. Má einnig bara milja flögurnar út í súpuna á hvern disk (hver gerir fyrir sig)
og setur svo sýrða rjómann og guagamole + ost ofan á.
January 03, 2021
Rjómalöguð aspassúpa
(einföld og fljótleg)
Hljómar vel þessi uppskrift en finna má svo mína eigin útgáfu fyrir neðan sem ég hef notast við síðustu árin, súper einföld og góð.
September 25, 2020
August 28, 2020