Mexico súpa

February 14, 2020

Mexico súpa

Mexico súpa
Súpan duga fyrir 4-6. 

Þessi er mikið höfð í veislum í dag enda svo ljúffeng með eindæmum og saðsöm.

3-5 laukar 
4 hvítlauksrif 
2 msk olía
Laukurinn er skorinn og blandaður olíunni í stórum potti. 
Chillipipar (heill ferskur) rauður er skorinn niður smátt. 
2 dósir af niðursoðnum tómötum 
1 ten. kjúklingakrafur + 1 dl vatn 
1 ten. nautakraftur + 1 dl vatn /eða grænmetiskrafti 
1 L tómatsafi 
(1 msk koriander eða kúmen ) 
1 tsk cayannepipar 
1 tsk chillipipar 

Bætt í pottinn og látið malla í ca. 2 klst. 

1 grillaður kjúklingur - rifinn í smábita og bætt við undir lokin (má sleppa) (má notar kjúklingabringur eða kjúklingalundir (bætt hrátt út í og þá auðvitað lengri tími). 

Berist fram svona: 

Nachos flögur (Dorritos salt og pipar - beige litaður poki) settar í botninn á djúpum diski,
sýrður rjómi settur ofan á flögurnar, súpunni hellt ofan á þetta og mildum rifnum osti stráð yfir.
Má nota líka guagemole. Má einnig bara milja flögurnar út í súpuna á hvern disk (hver gerir fyrir sig)
og setur svo sýrða rjómann og guagamole + ost ofan á.
 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Súpur & grautar

Toro thaisúpa með kjúkling!
Toro thaisúpa með kjúkling!

December 02, 2024

Toro thaisúpa með kjúkling!
Súpurnar frá Toro eru eins fjölbreyttar eins og þær eru margar og hérna er ég með Thai súpuna með kjúkling. Hérna er ég aðeins með 4 hráefni að þessu sinni en auðvelt er að bæta saman við blaðlauk, litlum tómötum, papriku eða öðru góðgæti.

Halda áfram að lesa

Blaðlaukssúpa & brauð
Blaðlaukssúpa & brauð

November 04, 2024

Blaðlaukssúpa & brauð
Hérna er á ferðinni ein af vinsælu súpunum frá Toro, hvort heldur sem grunnurinn er notaður í súpu, krydd í rjóma fyrir Tartalettur, nú eða ídýfu með sýrðum rjóma. 
Bollumixið toppar svo máltíðina enda einstaklega einfalt að útbúa og gera að sínu, brauð, brauðbollur eða skemmtilegan brauðbollu hring.

Halda áfram að lesa

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa