Mexico súpa

February 14, 2020

Mexico súpa

Mexico súpa
Súpan duga fyrir 4-6. 

Þessi er mikið höfð í veislum í dag enda svo ljúffeng með eindæmum og saðsöm.

3-5 laukar 
4 hvítlauksrif 
2 msk olía
Laukurinn er skorinn og blandaður olíunni í stórum potti. 
Chillipipar (heill ferskur) rauður er skorinn niður smátt. 
2 dósir af niðursoðnum tómötum 
1 ten. kjúklingakrafur + 1 dl vatn 
1 ten. nautakraftur + 1 dl vatn /eða grænmetiskrafti 
1 L tómatsafi 
(1 msk koriander eða kúmen ) 
1 tsk cayannepipar 
1 tsk chillipipar 

Bætt í pottinn og látið malla í ca. 2 klst. 

1 grillaður kjúklingur - rifinn í smábita og bætt við undir lokin (má sleppa) (má notar kjúklingabringur eða kjúklingalundir (bætt hrátt út í og þá auðvitað lengri tími). 

Berist fram svona: 

Nachos flögur (Dorritos salt og pipar - beige litaður poki) settar í botninn á djúpum diski,
sýrður rjómi settur ofan á flögurnar, súpunni hellt ofan á þetta og mildum rifnum osti stráð yfir.
Má nota líka guagemole. Má einnig bara milja flögurnar út í súpuna á hvern disk (hver gerir fyrir sig)
og setur svo sýrða rjómann og guagamole + ost ofan á.
 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Kjúklingasúpa frá Toro
Kjúklingasúpa frá Toro

November 01, 2023

Kjúklingasúpa frá Toro
Stundum er það eitthvað fljótlegt, einfalt og gott eins og súpa með viðbættum maiz (ég notaði ca hálfa dós) og svo er gott líka að nýta afganga af kjúkling og setja saman við en þessi súpa dugði mér vel í tvo daga og ég bætti ofan á hana mosarella ost og smá salt og pipar úr kvörn.

Halda áfram að lesa

Sjávarréttasúpa
Sjávarréttasúpa

February 08, 2023

Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.

Halda áfram að lesa

Aspassúpa
Aspassúpa

January 23, 2023

Aspassúpan mín
Mín eigin útgáfa af Aspassúpunni hefur oftar en ekki verið bökuð upp úr 2 pökkum af Toró Aspassúpu og hefur hún alltaf slegið í gegn, einföld og góð og allir ættu að geta gert hana.

Halda áfram að lesa