February 14, 2020
Mexico súpa
Súpan duga fyrir 4-6.
Þessi er mikið höfð í veislum í dag enda svo ljúffeng með eindæmum og saðsöm.
3-5 laukar
4 hvítlauksrif
2 msk olía
Laukurinn er skorinn og blandaður olíunni í stórum potti.
Chillipipar (heill ferskur) rauður er skorinn niður smátt.
2 dósir af niðursoðnum tómötum
1 ten. kjúklingakrafur + 1 dl vatn
1 ten. nautakraftur + 1 dl vatn /eða grænmetiskrafti
1 L tómatsafi
(1 msk koriander eða kúmen )
1 tsk cayannepipar
1 tsk chillipipar
Bætt í pottinn og látið malla í ca. 2 klst.
1 grillaður kjúklingur - rifinn í smábita og bætt við undir lokin (má sleppa) (má notar kjúklingabringur eða kjúklingalundir (bætt hrátt út í og þá auðvitað lengri tími).
Berist fram svona:
Nachos flögur (Dorritos salt og pipar - beige litaður poki) settar í botninn á djúpum diski,
sýrður rjómi settur ofan á flögurnar, súpunni hellt ofan á þetta og mildum rifnum osti stráð yfir.
Má nota líka guagemole. Má einnig bara milja flögurnar út í súpuna á hvern disk (hver gerir fyrir sig)
og setur svo sýrða rjómann og guagamole + ost ofan á.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
January 23, 2023
December 10, 2022
December 06, 2022
Kókos og karrý súpa
Þessa æðislegu uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan senda frá Áslaugu Helgu matreiðslukennara og var ég að gera hana núna sjálf í mitt fyrsta sinn