February 14, 2020
Mexico súpa
Súpan duga fyrir 4-6.
Þessi er mikið höfð í veislum í dag enda svo ljúffeng með eindæmum og saðsöm.
3-5 laukar
4 hvítlauksrif
2 msk olía
Laukurinn er skorinn og blandaður olíunni í stórum potti.
Chillipipar (heill ferskur) rauður er skorinn niður smátt.
2 dósir af niðursoðnum tómötum
1 ten. kjúklingakrafur + 1 dl vatn
1 ten. nautakraftur + 1 dl vatn /eða grænmetiskrafti
1 L tómatsafi
(1 msk koriander eða kúmen )
1 tsk cayannepipar
1 tsk chillipipar
Bætt í pottinn og látið malla í ca. 2 klst.
1 grillaður kjúklingur - rifinn í smábita og bætt við undir lokin (má sleppa) (má notar kjúklingabringur eða kjúklingalundir (bætt hrátt út í og þá auðvitað lengri tími).
Berist fram svona:
Nachos flögur (Dorritos salt og pipar - beige litaður poki) settar í botninn á djúpum diski,
sýrður rjómi settur ofan á flögurnar, súpunni hellt ofan á þetta og mildum rifnum osti stráð yfir.
Má nota líka guagemole. Má einnig bara milja flögurnar út í súpuna á hvern disk (hver gerir fyrir sig)
og setur svo sýrða rjómann og guagamole + ost ofan á.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 02, 2024
November 04, 2024
April 28, 2024