Mexico súpa

February 14, 2020

Mexico súpa

Mexico súpa
Súpan duga fyrir 4-6. 

Þessi er mikið höfð í veislum í dag enda svo ljúffeng með eindæmum og saðsöm.

3-5 laukar 
4 hvítlauksrif 
2 msk olía
Laukurinn er skorinn og blandaður olíunni í stórum potti. 
Chillipipar (heill ferskur) rauður er skorinn niður smátt. 
2 dósir af niðursoðnum tómötum 
1 ten. kjúklingakrafur + 1 dl vatn 
1 ten. nautakraftur + 1 dl vatn /eða grænmetiskrafti 
1 L tómatsafi 
(1 msk koriander eða kúmen ) 
1 tsk cayannepipar 
1 tsk chillipipar 

Bætt í pottinn og látið malla í ca. 2 klst. 

1 grillaður kjúklingur - rifinn í smábita og bætt við undir lokin (má sleppa) (má notar kjúklingabringur eða kjúklingalundir (bætt hrátt út í og þá auðvitað lengri tími). 

Berist fram svona: 

Nachos flögur (Dorritos salt og pipar - beige litaður poki) settar í botninn á djúpum diski,
sýrður rjómi settur ofan á flögurnar, súpunni hellt ofan á þetta og mildum rifnum osti stráð yfir.
Má nota líka guagemole. Má einnig bara milja flögurnar út í súpuna á hvern disk (hver gerir fyrir sig)
og setur svo sýrða rjómann og guagamole + ost ofan á.
 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa

Toro kjötsúpa með skessujurt
Toro kjötsúpa með skessujurt

January 29, 2024

Toro kjötsúpa með skessujurt
Það kom að því að ég notaði skessujurtina sem ég fékk gefins og átti í frystinum niðurskorna. Skemmtileg tilbreyting en þótt ég hafi ekki vitað hvað Skessujurt,,,,

Halda áfram að lesa

Fiskisúpa, afar einföld!
Fiskisúpa, afar einföld!

January 01, 2024

Fiskisúpa, afar einföld!
Oft er bara svo gott að geta eldað eitthvað fljótlegt en gott á sama tíma og súpur eru eitt af því sem er svo gott að geta gripið í eins og einn pakka af súpugrunn...

Halda áfram að lesa