Létt baunasúpa

March 08, 2020

Létt baunasúpa

Létt baunasúpa
Fituminni útgáfa með minna kjöti en þó ekki síður bragðmikil og góð.
Því þykkari sem baunasúpan er, því betri finnst mér hún!

300 g gular baunir 
2 l vatn 
75 g magurt beikon 
1 blaðlaukur (hvíti og ljósgræni hlutinn) 
1 sellerístöngull 
1 tsk. tímían 
2 lárviðarlauf 
nýmalaður pipar 
750 g saltkjöt 
500 g gulrófur 
500 g gulrætur 
hnefafylli af spínati (má sleppa)

Setjið baunirnar í pott og hellið köldu vatni yfir.
Hitið að suðu og fleytið froðu ofan af.
Skerið beikon, blaðlauk og sellerí í fremur litla bita og setjið út í, ásamt tímíani, lárviðarlaufi og pipar.
Látið malla við fremur hægan hita í u.þ.b. klukkustund.
Fitu- og beinhreinsið kjötið, skerið það í fremur litla bita og setjið út í.
Látið malla áfram í 25 mínútur.
Afhýðið gulrófur og gulrætur, skerið í bita og setjið út í.
Sjóðið áfram í um 25 mínútur, eða þar til kjötið og grænmetið er meyrt.
Bætið við svolitlu vatni ef súpan er mjög þykk en hækkið hitann, takið lokið af pottinum og látið súpuna sjóða dálítið niður ef hún er of þunn.
Skerið að lokum spínatið í ræmur (ef það er notað), hrærið saman við og berið súpuna fram.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!

April 04, 2024

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa