Létt baunasúpa

March 08, 2020

Létt baunasúpa

Létt baunasúpa
Fituminni útgáfa með minna kjöti en þó ekki síður bragðmikil og góð.
Því þykkari sem baunasúpan er, því betri finnst mér hún!

300 g gular baunir 
2 l vatn 
75 g magurt beikon 
1 blaðlaukur (hvíti og ljósgræni hlutinn) 
1 sellerístöngull 
1 tsk. tímían 
2 lárviðarlauf 
nýmalaður pipar 
750 g saltkjöt 
500 g gulrófur 
500 g gulrætur 
hnefafylli af spínati (má sleppa)

Setjið baunirnar í pott og hellið köldu vatni yfir.
Hitið að suðu og fleytið froðu ofan af.
Skerið beikon, blaðlauk og sellerí í fremur litla bita og setjið út í, ásamt tímíani, lárviðarlaufi og pipar.
Látið malla við fremur hægan hita í u.þ.b. klukkustund.
Fitu- og beinhreinsið kjötið, skerið það í fremur litla bita og setjið út í.
Látið malla áfram í 25 mínútur.
Afhýðið gulrófur og gulrætur, skerið í bita og setjið út í.
Sjóðið áfram í um 25 mínútur, eða þar til kjötið og grænmetið er meyrt.
Bætið við svolitlu vatni ef súpan er mjög þykk en hækkið hitann, takið lokið af pottinum og látið súpuna sjóða dálítið niður ef hún er of þunn.
Skerið að lokum spínatið í ræmur (ef það er notað), hrærið saman við og berið súpuna fram.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa
Sjávarréttasúpa

February 08, 2023

Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.

Halda áfram að lesa

Aspassúpa
Aspassúpa

January 23, 2023

Aspassúpan mín
Mín eigin útgáfa af Aspassúpunni hefur oftar en ekki verið bökuð upp úr 2 pökkum af Toró Aspassúpu og hefur hún alltaf slegið í gegn, einföld og góð og allir ættu að geta gert hana.

Halda áfram að lesa

Blaðlauksostasúpa
Blaðlauksostasúpa

December 10, 2022

Blaðlauksostasúpa
Létt og afar fljótlegt að útbúa þessa súpu og minnsta mál að gera hana í minni eða stærri hlutföllum en ég helmingaði sjálf uppskriftina og þar sem ég átti til

Halda áfram að lesa