Kókos og karrý súpa

December 06, 2022

Kókos og karrý súpa

Kókos og karrý súpa
Þessa æðislegu uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan senda frá Áslaugu Helgu matreiðslukennara og var ég að gera hana núna sjálf í mitt fyrsta sinn og ég get deilt því með ykkur að hún er æðislega góð, mæli virkilega með henni.

8 dl vatn vatn
1 dós/krukka Satay sósa
½ -1 meðalstór sæt kartafla (þær eru oft mjög stórar og þá nota hálfa)
1 stór bökunarkartafla
1 msk. karrý
¼ tsk. Negull
1 ½ tsk. Kóríander
¾ tsk. Cumin
¼ - ½ tsk. Cayennepipar
½  tsk. Kanill
3 lárviðarlauf
3 tsk. Kjúklingakraftur eða grænmetiskraftur
1 dós  þykk kókosmjólk (creamy)  
Salt og pipar eftir smekk (smakka súpuna síðast og bæta við ef þarf)
Setjið í pott með öllu kryddi, krafti og vatni, líka lárviðarlaufin. 

Látið sjóða rólega í 25 mín.
Takið lárviðarlaufin úr súpunni.
Bætið Sataysósu saman við og maukið vandlega með töfrasprota
Bætið kókosmjólkinni saman við og hrærið vandlega.
Látið suðuna koma upp, smakkið súpuna og bætið við salti og pipar ef þarf.
Berið fram.


Brytjið kartöflurnar niður og setjið í pott ásamt kryddinu og láviðarlaufunum.
Látið sjóða rólega í 25 mín.

Takið lárviðarlaufin úr súpunni.

Ég skellti svo öllu í hristarann (líka hægt að nota töfrasprotann)

Ég bætti út í Satey sósunni og lét vélina um að gera þetta svona fallega silkimjúkt og þá setti ég blönduna aftur yfir í pottinn og bætti við þykku kókosmjólkinni (rjómanum) og lét suðuna koma upp.

Bætið kókosmjólkinni saman við og hrærið vandlega.
Látið suðuna koma upp, smakkið súpuna og bætið við salti og pipar ef þarf.

Ég bar súpuna fram með dásamlega góðu súrdeigsbrauð, bara með smjöri að þessu sinni. Súpan var frábær og uppskriftina fékk ég fyrir mörgum árum síðanfrá Áslaugu Helgu matreiðslukennara.

Uppskrift frá henni Áslaugu Helgu matreiðslukennara 
Ljósmyndir Ingunn Mjöll

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Súpur & grautar

Kjúklingasúpa frá Toro
Kjúklingasúpa frá Toro

November 01, 2023

Kjúklingasúpa frá Toro
Stundum er það eitthvað fljótlegt, einfalt og gott eins og súpa með viðbættum maiz (ég notaði ca hálfa dós) og svo er gott líka að nýta afganga af kjúkling og setja saman við en þessi súpa dugði mér vel í tvo daga og ég bætti ofan á hana mosarella ost og smá salt og pipar úr kvörn.

Halda áfram að lesa

Sjávarréttasúpa
Sjávarréttasúpa

February 08, 2023

Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.

Halda áfram að lesa

Aspassúpa
Aspassúpa

January 23, 2023

Aspassúpan mín
Mín eigin útgáfa af Aspassúpunni hefur oftar en ekki verið bökuð upp úr 2 pökkum af Toró Aspassúpu og hefur hún alltaf slegið í gegn, einföld og góð og allir ættu að geta gert hana.

Halda áfram að lesa