Karrílöguð laxasúpa

May 18, 2020

Karrílöguð laxasúpa

Karrílöguð laxasúpa
Frábær súpa og einföld að útbúa bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Hentar vel líka sem aðalréttur í hádegisverð þegar margir koma saman.

Þessa uppskrift hefur mig lengi langað til að gera og lét ég loksins verða að því núna og var hún mjög góð súpan og enn betri daginn eftir en þá var hún orðin enn bragðmeiri eins og svo oft er.

1 stk blaðlaukur
3 stk sellerístönglar
2 stk gulrætur
1 stk fennel
3 stk hvítlauksgeirar
1 msk matarolía
1 msk karrí
2 l fiskisoð
½ l rjómi
2 msk smjörbolla
Salt og pipar
500 gr lax, roðlaus og beinlaus (það má líka nota silung/bleikju

          

Skerið grænmetið niður í fína kubba, 1 x 1 cm.
Svissið grænmetið með olíu í potti.
Bætið karríi út í og steikið með í um 1 mínútur.
Hellið fiskisoðinu yfir og látið sjóða í um 5 mínútur.
Bætið rjómanum út í og látið malla í um 10 mín.
Þykkið með smjörbollunni og látið malla i um 5 mín.
Smakkið til með salti og pipar.
Skerið laxinn í 2 x 2 cm bita og setjið í súpuskálina.
Hellið súpunni yfir laxinn og hrærið létt í, látið standa í 1-2 mínútur.
Gott er að setja léttþeyttan rjóma yfir.

     
Berið fram með nýbökuðu brauði og smjöri.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!

April 04, 2024

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa