Karrílöguð laxasúpa

May 18, 2020

Karrílöguð laxasúpa

Karrílöguð laxasúpa
Frábær súpa og einföld að útbúa bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Hentar vel líka sem aðalréttur í hádegisverð þegar margir koma saman.

Þessa uppskrift hefur mig lengi langað til að gera og lét ég loksins verða að því núna og var hún mjög góð súpan og enn betri daginn eftir en þá var hún orðin enn bragðmeiri eins og svo oft er.

1 stk blaðlaukur
3 stk sellerístönglar
2 stk gulrætur
1 stk fennel
3 stk hvítlauksgeirar
1 msk matarolía
1 msk karrí
2 l fiskisoð
½ l rjómi
2 msk smjörbolla
Salt og pipar
500 gr lax, roðlaus og beinlaus (það má líka nota silung/bleikju

          

Skerið grænmetið niður í fína kubba, 1 x 1 cm.
Svissið grænmetið með olíu í potti.
Bætið karríi út í og steikið með í um 1 mínútur.
Hellið fiskisoðinu yfir og látið sjóða í um 5 mínútur.
Bætið rjómanum út í og látið malla í um 10 mín.
Þykkið með smjörbollunni og látið malla i um 5 mín.
Smakkið til með salti og pipar.
Skerið laxinn í 2 x 2 cm bita og setjið í súpuskálina.
Hellið súpunni yfir laxinn og hrærið létt í, látið standa í 1-2 mínútur.
Gott er að setja léttþeyttan rjóma yfir.

     
Berið fram með nýbökuðu brauði og smjöri.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa
Sjávarréttasúpa

February 08, 2023

Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.

Halda áfram að lesa

Aspassúpa
Aspassúpa

January 23, 2023

Aspassúpan mín
Mín eigin útgáfa af Aspassúpunni hefur oftar en ekki verið bökuð upp úr 2 pökkum af Toró Aspassúpu og hefur hún alltaf slegið í gegn, einföld og góð og allir ættu að geta gert hana.

Halda áfram að lesa

Blaðlauksostasúpa
Blaðlauksostasúpa

December 10, 2022

Blaðlauksostasúpa
Létt og afar fljótlegt að útbúa þessa súpu og minnsta mál að gera hana í minni eða stærri hlutföllum en ég helmingaði sjálf uppskriftina og þar sem ég átti til

Halda áfram að lesa