November 09, 2022
Kjúklingasúpa með eplum, karrí og kókosmjólk
Vá hvað hún var góð þessi, alveg þriggja til fjögurra daga súpa sem ég mæli 100% með að þið prufið og vel veislu hæf.
Passar fyrir 4
2 kjúklingabringur
1 epli
1 sæt kartafla
2 laukar
2 msk rautt karrímauk (Currypaste)
1 dós hakkaðir tómatar
2 dl kókosmjólk
2 msk smjör
6 dl kjúklingasoð
2 msk sítrónusafi
Salt
Nýmalaður pipar
Ferskt kóríander
Byrjið á að skera kjúklingabringurnar í bita. Skerið svo laukinn, sætu kartöfluna og eplið í bita. Bræðið smjörið og steikið fyrst laukinn í potti í nokkrar mínútur. Bætið þá karrímaukinu og kjúklingnum út í og látið malla í nokkrar mínútur áður en þið bætið við sætu kartöflunum, eplunum og soðinu. Látið sjóða rólega í 25.mínútur og bætið þá kókosmjólkinni út í og bragðbætið með sítrónusafa, salti og pipar.
Berið fram með góðu brauði ef vill.
Uppskrift úr Fréttablaðinu 7.október 2022
Myndir Ingunn Mjöll
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
February 08, 2023
Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.
January 23, 2023
December 10, 2022