November 09, 2022
Kjúklingasúpa með eplum, karrí og kókosmjólk
Vá hvað hún var góð þessi, alveg þriggja til fjögurra daga súpa sem ég mæli 100% með að þið prufið og vel veislu hæf.
Passar fyrir 4
2 kjúklingabringur
1 epli
1 sæt kartafla
2 laukar
2 msk rautt karrímauk (Currypaste)
1 dós hakkaðir tómatar
2 dl kókosmjólk
2 msk smjör
6 dl kjúklingasoð
2 msk sítrónusafi
Salt
Nýmalaður pipar
Ferskt kóríander
Byrjið á að skera kjúklingabringurnar í bita. Skerið svo laukinn, sætu kartöfluna og eplið í bita. Bræðið smjörið og steikið fyrst laukinn í potti í nokkrar mínútur. Bætið þá karrímaukinu og kjúklingnum út í og látið malla í nokkrar mínútur áður en þið bætið við sætu kartöflunum, eplunum og soðinu. Látið sjóða rólega í 25.mínútur og bætið þá kókosmjólkinni út í og bragðbætið með sítrónusafa, salti og pipar.
Berið fram með góðu brauði ef vill.
Uppskrift úr Fréttablaðinu 7.október 2022
Myndir Ingunn Mjöll
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 02, 2024
November 04, 2024
April 28, 2024