Kjötsúpan mín

November 13, 2022

Kjötsúpan mín

Kjötsúpan mín
Ég oftast notast við Toro kjötsúpu grunnin og mér líka mjög vel við hann og ef ég er að gera mikla súpu þá nota ég tvo pakka og frysti svo súpu fyrir veturinn, fátt betra en að grípa í út og hita upp á köldum vetra kvöldum.

Mín súpa
1-2 pakkar af Toro kjötsúpu grunn
1-2 kjötkraftar ef maður vill bæta við styrkleikann
500 gr til 1 kíló af lambakjöti/súpukjöti
1 stór rófa
1 poki af gulrótum
1/2 haus af hvítkáli
1/2 kíló til 1 af kartöflum
2-3 lítrar af vatni 

Steikið kjötið á pönnu upp úr smjörlíki og kryddið með Seson All, snúið við og kryddið á hinni hliðinni þar til kjötið hefur lokast. 

Setjið vatn í pott og setjið Toro kjötsúpu grunnin saman við. Bætið svo út í niðurskornum rófum, gulrótum, hvítkáli og kartöflum ásamt einum til kjötkrafts tening (notið þann seinni í lokin ef ykkur finnst vanta meira bragð). Látið suðuna koma upp og setjið svo kjötið út í súpuna og látið malla í 1 1/2 til 2 tíma og takið þá kjötið upp úr og skerið af í bita og setjið bita aftur út í. Þarf ekki að gera það en mér finnst það alltaf svo þægilegt að hafa þetta bara tilbúið, sérstaklega ef ég er með gesti.

Njótið og deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Súpur & grautar

Toro thaisúpa með kjúkling!
Toro thaisúpa með kjúkling!

December 02, 2024

Toro thaisúpa með kjúkling!
Súpurnar frá Toro eru eins fjölbreyttar eins og þær eru margar og hérna er ég með Thai súpuna með kjúkling. Hérna er ég aðeins með 4 hráefni að þessu sinni en auðvelt er að bæta saman við blaðlauk, litlum tómötum, papriku eða öðru góðgæti.

Halda áfram að lesa

Blaðlaukssúpa & brauð
Blaðlaukssúpa & brauð

November 04, 2024

Blaðlaukssúpa & brauð
Hérna er á ferðinni ein af vinsælu súpunum frá Toro, hvort heldur sem grunnurinn er notaður í súpu, krydd í rjóma fyrir Tartalettur, nú eða ídýfu með sýrðum rjóma. 
Bollumixið toppar svo máltíðina enda einstaklega einfalt að útbúa og gera að sínu, brauð, brauðbollur eða skemmtilegan brauðbollu hring.

Halda áfram að lesa

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa