Kjötsúpan mín

November 13, 2022

Kjötsúpan mín

Kjötsúpan mín
Ég oftast notast við Toro kjötsúpu grunnin og mér líka mjög vel við hann og ef ég er að gera mikla súpu þá nota ég tvo pakka og frysti svo súpu fyrir veturinn, fátt betra en að grípa í út og hita upp á köldum vetra kvöldum.

Mín súpa
1-2 pakkar af Toro kjötsúpu grunn
1-2 kjötkraftar ef maður vill bæta við styrkleikann
500 gr til 1 kíló af lambakjöti/súpukjöti
1 stór rófa
1 poki af gulrótum
1/2 haus af hvítkáli
1/2 kíló til 1 af kartöflum
2-3 lítrar af vatni 

Steikið kjötið á pönnu upp úr smjörlíki og kryddið með Seson All, snúið við og kryddið á hinni hliðinni þar til kjötið hefur lokast. 

Setjið vatn í pott og setjið Toro kjötsúpu grunnin saman við. Bætið svo út í niðurskornum rófum, gulrótum, hvítkáli og kartöflum ásamt einum til kjötkrafts tening (notið þann seinni í lokin ef ykkur finnst vanta meira bragð). Látið suðuna koma upp og setjið svo kjötið út í súpuna og látið malla í 1 1/2 til 2 tíma og takið þá kjötið upp úr og skerið af í bita og setjið bita aftur út í. Þarf ekki að gera það en mér finnst það alltaf svo þægilegt að hafa þetta bara tilbúið, sérstaklega ef ég er með gesti.

Njótið og deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa
Sjávarréttasúpa

February 08, 2023

Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.

Halda áfram að lesa

Aspassúpa
Aspassúpa

January 23, 2023

Aspassúpan mín
Mín eigin útgáfa af Aspassúpunni hefur oftar en ekki verið bökuð upp úr 2 pökkum af Toró Aspassúpu og hefur hún alltaf slegið í gegn, einföld og góð og allir ættu að geta gert hana.

Halda áfram að lesa

Blaðlauksostasúpa
Blaðlauksostasúpa

December 10, 2022

Blaðlauksostasúpa
Létt og afar fljótlegt að útbúa þessa súpu og minnsta mál að gera hana í minni eða stærri hlutföllum en ég helmingaði sjálf uppskriftina og þar sem ég átti til

Halda áfram að lesa