February 14, 2020
Kjötsúpa
Kjötsúpa í einum grænum".- fyrir þá sem ekki hafa mikinn tíma en hafa mikla löngun í holla góða íslenska kjötsúpu.
Hér er kjötið skorið af beinunum og sneitt í litla bita.
Sjóða má beinin með til að fá kjötkraft, en veiða þau upp úr í lokin.
500-550.gr beinlaust súpukjöt
2 ltr vatn og
1 gulrót
1 rófa
6 kartöflur (meðalstórar)
1/2 laukur
1 sellerystilkur
2 mtsk hrísgrjón
1 mtsk haframjöl
Salt eftir smekk ( setja það í lokinn)
Aðferð:
Notið 3 lítra pott.
Setjið 2 lítra af vatni í pottinn.
Skerið 520 gr. af beinlausu súpukjöti í teninga, gott er að skola kjötið í heitu vatni.
1 gulrót,
1 lítil rófa,
6 meðalstórar kartöflur,
½ laukur og 1 sellerystilkur eru skorin í teninga.
2 matskeiðar hrísgrjón,
1 matskeið haframjöl og salt eftir smekk sett ásamt kjöti og grænmeti í pottinn og látið sjóða í 15 - 20 mínútur eftir að suðan kemur upp.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 02, 2024
November 04, 2024
April 28, 2024