Kakósúpa

February 11, 2020

Kakósúpa

Kakósúpa 
Hlutföllin eru ca. Eins og fyrir einn. Bætið við hlutföllin fyrir fleirri. 

Þegar ég var að alast upp þá var hátíð þegar mamma bjó til Kakósúpu, hún er ekki oft á boðstólunum hjá mér í dag en þegar ég elda hana þá enn einskonar hátíð.

1 msk. Kakó 
3 msk. Sykur 
1 dl. Vatn 
¾ l. Mjólk 
1 ½ msk. Kartöflumjöl 
½ dl. Kalt vatn 

1) Kakó, sykur og vatni blandað saman í pottinum, soðið í ca. 1-2 mínútur. 
2) Mjólkin látin í. 
3) Kartöflumjölinu er hrært út með köldu vatni. 
4) Þegar sýður undir, er potturinn tekinn af og kartöflumjölshrystingnum er hellt út í, í mjórri bunu. Hrært vel í, á meðan. Suðan er látið koma upp aftur. Setja má smá salt í súpuna ef vill. 

Ég persónulega geri fjórfaldan skammt af kakói/sykri sem dugar alveg fyrir 4-5 og þá nota ég um 2 lítra af mjólk.

 Borin fram með tvíbökum. 

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Blaðlaukssúpa & brauð
Blaðlaukssúpa & brauð

November 04, 2024

Blaðlaukssúpa & brauð
Hérna er á ferðinni ein af vinsælu súpunum frá Toro, hvort heldur sem grunnurinn er notaður í súpu, krydd í rjóma fyrir Tartalettur, nú eða ídýfu með sýrðum rjóma. 
Bollumixið toppar svo máltíðina enda einstaklega einfalt að útbúa og gera að sínu, brauð, brauðbollur eða skemmtilegan brauðbollu hring.

Halda áfram að lesa

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!

April 04, 2024

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!

Halda áfram að lesa