February 11, 2020
Kakósúpa
Hlutföllin eru ca. Eins og fyrir einn. Bætið við hlutföllin fyrir fleirri.
Þegar ég var að alast upp þá var hátíð þegar mamma bjó til Kakósúpu, hún er ekki oft á boðstólunum hjá mér í dag en þegar ég elda hana þá enn einskonar hátíð.
1 msk. Kakó
3 msk. Sykur
1 dl. Vatn
¾ dl. Mjólk
1 ½ msk. Kartöflumjöl
½ dl. Kalt vatn
1) Kakó, sykur og vatni blandað saman í pottinum, soðið í ca. 1-2 mínútur.
2) Mjólkin látin í.
3) Kartöflumjölinu er hrært út með köldu vatni.
4) Þegar sýður undir, er potturinn tekinn af og kartöflumjölshrystingnum er hellt út í, í mjórri bunu. Hrært vel í, á meðan. Suðan er látið koma upp aftur. Setja má smá salt í súpuna ef vill.
Borin fram með tvíbökum.
January 03, 2021
Rjómalöguð aspassúpa
(einföld og fljótleg)
Hljómar vel þessi uppskrift en finna má svo mína eigin útgáfu fyrir neðan sem ég hef notast við síðustu árin, súper einföld og góð.
September 25, 2020
August 28, 2020