March 22, 2020
Humarsúpa með ostabollum
Uppáhalds humarsúpu uppskriftin sem ég hef fengið og smakkað, það skemmtilega reyndar er að hún hefur aldrei verið alveg eins, þrátt fyrir sömu uppskriftina eða þannig, kannski er það meira koníak í þetta skiptið, nú eða meira hvítvín, það er eitthvað því hún er alltaf öðruvísi en alltaf sú allra besta, er það hægt, já.
1 kg súpuhumar
½ flaska hvítvín
1 blaðlaukur
1-2 gulrætur
100 gr tómatmauk
2 hvítlauksrif
Salt og pipar e.t.v. 1 tsk estragon ef vill
1 búnt fersk steinselja
Humarkraftur
½ l rjómi
Smá koníak ef þess er óskað
Smjörbollan (75 gr smjör/100 g hveiti)
Hreinsið humarinn úr skelinni. Brjótið hann í miðju, losið í sundur og ýtið humrinum úr skelinni.
Brjótið skelina og léttristið í potti ásamt grænmeti og steinslejustiklum.
Hellið hvítvíni út í, látið suðuna koma upp og bætið í1 ½ lítra af vatni við og sjóðið rólega í 60-80 mín.
Sigtið soðið. Bakið súpuna upp og sjóðið í um það bil 5-6 mín.
Bætið krafti og koníaki við eftir smekk ásamt helmingi af rjóma.
Bætið humarnum út í rétt áður en súpan er borin fram ásamt restinni af rjómanum.
Saxið ferka steinselju og stráið yfir.
Ostabollur
600 g hveiti
3 msk. Parmesanostur
2 pokar þurrger
1-2 msk. Sykur
4 dl heitt vatn
100 g smjör/brætt
Blandið þurrefnunum saman.
Bætið vatni við og að lokum smjörinu.
Látið hefa sig í um klukkustund.
Bætið örlitlu hveiti við í lokin til að auðvelda það að búa til bollur á stærð við tómata.
Bakið í 10-12 mín við 200 °c.
Bollurnar eru bestar heitar með smjöri.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 02, 2024
November 04, 2024
April 28, 2024