Humarsúpa

March 22, 2020

Humarsúpa

Humarsúpa með ostabollum
Uppáhalds humarsúpu uppskriftin sem ég hef fengið og smakkað, það skemmtilega reyndar er að hún hefur aldrei verið alveg eins, þrátt fyrir sömu uppskriftina eða þannig, kannski er það meira koníak í þetta skiptið, nú eða meira hvítvín, það er eitthvað því hún er alltaf öðruvísi en alltaf sú allra besta, er það hægt, já.

1 kg súpuhumar
½ flaska hvítvín
1 blaðlaukur
1-2 gulrætur
100 gr tómatmauk
2 hvítlauksrif
Salt og pipar e.t.v. 1 tsk estragon ef vill
1 búnt fersk steinselja
Humarkraftur
½ l rjómi
Smá koníak ef þess er óskað
Smjörbollan (75 gr smjör/100 g hveiti)

Hreinsið humarinn úr skelinni. Brjótið hann í miðju, losið í sundur og ýtið humrinum úr skelinni.
Brjótið skelina og léttristið í potti ásamt grænmeti og steinslejustiklum.
Hellið hvítvíni út í, látið suðuna koma upp og bætið í1 ½ lítra af vatni við og sjóðið rólega í 60-80 mín.
Sigtið soðið. Bakið súpuna upp og sjóðið í um það bil 5-6 mín.
Bætið krafti og koníaki við eftir smekk ásamt helmingi af rjóma.
Bætið humarnum út í rétt áður en súpan er borin fram ásamt restinni af rjómanum.
Saxið ferka steinselju og stráið yfir.

Ostabollur
600 g hveiti
3 msk. Parmesanostur
2 pokar þurrger
1-2 msk. Sykur
4 dl heitt vatn
100 g smjör/brætt

Blandið þurrefnunum saman.
Bætið vatni við og að lokum smjörinu.
Látið hefa sig í um klukkustund.
Bætið örlitlu hveiti við í lokin til að auðvelda það að búa til bollur á stærð við tómata.
Bakið í 10-12 mín við 200 °c.
Bollurnar eru bestar heitar með smjöri.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Kjúklingasúpa frá Toro
Kjúklingasúpa frá Toro

November 01, 2023

Kjúklingasúpa frá Toro
Stundum er það eitthvað fljótlegt, einfalt og gott eins og súpa með viðbættum maiz (ég notaði ca hálfa dós) og svo er gott líka að nýta afganga af kjúkling og setja saman við en þessi súpa dugði mér vel í tvo daga og ég bætti ofan á hana mosarella ost og smá salt og pipar úr kvörn.

Halda áfram að lesa

Sjávarréttasúpa
Sjávarréttasúpa

February 08, 2023

Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.

Halda áfram að lesa

Aspassúpa
Aspassúpa

January 23, 2023

Aspassúpan mín
Mín eigin útgáfa af Aspassúpunni hefur oftar en ekki verið bökuð upp úr 2 pökkum af Toró Aspassúpu og hefur hún alltaf slegið í gegn, einföld og góð og allir ættu að geta gert hana.

Halda áfram að lesa