Hátíðarsúpa Heiðu

June 24, 2022

Hátíðarsúpa Heiðu

Hátíðarsúpa Heiðu
Þessi súpa er ein af Systrasúpum sem ég fékk góðfúslegt leyfi til að deila hérna með ykkur en uppskriftabæklinginn er hægt að nálgast hjá henni Ídu á Kaffi Klöru á Ólafsfirði. Útgáfa bæklingssins er fjáröflunarverkefni Soroptimistaklúbbsins á Tröllaskaga.

Súpan er ætluð fyrir 4-6

4-6 stk humarhalar
16 stk hörpuskelfiskur
50-100 gr rækjur
40-50 gr kræklingur (má sleppa)
1 stór laukur
2 hvítlauksrif
6 dl fiskisoð eða teningur og vatn
1 dl hvítvín þurrt
safi úr hálfri sítrónu
ein dós saxaðir tómatar
steinselja
2 tsk karrý
salt
1 eggjarauða
2 dl rjómi
2 msk matarolía (ekki bragðmikla)

Saxið lauk og hvítlauk og látið krauma í olíu ásamt karrýinu á mjög vægum hita í u.þ.b. 15 mínútur. Setjið tómata, hvítvín, sítrónusafa og fiskisoð út í og látið suðuna koma vel upp. Humar og hörpuskelfiskurinn skorinn í bita, bætt út í súpuna, hitið við suðu. Rækjur og kræklingur sett út í rétt áður en súpan er borið fram og steinseljunni stráð yfir.

Verði ykkur að góðu, deilist með gleði

Ath. Myndin er af humarsúpu sem ég fékk á Kaffi Klöru, alveg ljómandi góða, þar sem ég hef ekki ennþá búið hana þessa til og á þvi ekki  mynd af henni.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Súpur & grautar

Kjúklingasúpa frá Toro
Kjúklingasúpa frá Toro

November 01, 2023

Kjúklingasúpa frá Toro
Stundum er það eitthvað fljótlegt, einfalt og gott eins og súpa með viðbættum maiz (ég notaði ca hálfa dós) og svo er gott líka að nýta afganga af kjúkling og setja saman við en þessi súpa dugði mér vel í tvo daga og ég bætti ofan á hana mosarella ost og smá salt og pipar úr kvörn.

Halda áfram að lesa

Sjávarréttasúpa
Sjávarréttasúpa

February 08, 2023

Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.

Halda áfram að lesa

Aspassúpa
Aspassúpa

January 23, 2023

Aspassúpan mín
Mín eigin útgáfa af Aspassúpunni hefur oftar en ekki verið bökuð upp úr 2 pökkum af Toró Aspassúpu og hefur hún alltaf slegið í gegn, einföld og góð og allir ættu að geta gert hana.

Halda áfram að lesa