June 24, 2022
Hátíðarsúpa Heiðu
Þessi súpa er ein af Systrasúpum sem ég fékk góðfúslegt leyfi til að deila hérna með ykkur en uppskriftabæklinginn er hægt að nálgast hjá henni Ídu á Kaffi Klöru á Ólafsfirði. Útgáfa bæklingssins er fjáröflunarverkefni Soroptimistaklúbbsins á Tröllaskaga.
Súpan er ætluð fyrir 4-6
4-6 stk humarhalar
16 stk hörpuskelfiskur
50-100 gr rækjur
40-50 gr kræklingur (má sleppa)
1 stór laukur
2 hvítlauksrif
6 dl fiskisoð eða teningur og vatn
1 dl hvítvín þurrt
safi úr hálfri sítrónu
ein dós saxaðir tómatar
steinselja
2 tsk karrý
salt
1 eggjarauða
2 dl rjómi
2 msk matarolía (ekki bragðmikla)
Saxið lauk og hvítlauk og látið krauma í olíu ásamt karrýinu á mjög vægum hita í u.þ.b. 15 mínútur. Setjið tómata, hvítvín, sítrónusafa og fiskisoð út í og látið suðuna koma vel upp. Humar og hörpuskelfiskurinn skorinn í bita, bætt út í súpuna, hitið við suðu. Rækjur og kræklingur sett út í rétt áður en súpan er borið fram og steinseljunni stráð yfir.
Verði ykkur að góðu, deilist með gleði
Ath. Myndin er af humarsúpu sem ég fékk á Kaffi Klöru, alveg ljómandi góða, þar sem ég hef ekki ennþá búið hana þessa til og á þvi ekki mynd af henni.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 02, 2024
November 04, 2024
April 28, 2024