April 01, 2022
Gulrótar súpa
Þessa glæsilegu uppskrift af gulrótar súpu fékk ég hjá henni Dísu vinkonu minni, hún liggur ekki á þeim uppskriftunum þessi elska heldur deilir þeim einni og annari með okkur með sinni einskæru gleði, takk Dísa mín.
400gr. gulrætur (má vera aðeins meira)
100gr. kartöflur (má vera aðeins meira)
1 laukur
1 rif af hvítlauk, smátt skorið
500 ml grænmetis soðið vatn, 2 teningar
1 dós kókosmjólk
100 ml orangesafi
Steikja lauk, hvitlauk i smjöri, svo kartöflur og gulrætur lika.
Hellið grænmeitissoðinu yfir blönduna, svo orangesafanum og kókosmjólkinni saman við alveg í restina. Látið malla i 30 min. Kryddið með salt og pipar. Notið svo töfraspota til að blanda öllu saman létt og ljúft í lokin.
Dásamlegtt er að láta smá rjóma yfir súpuna og skreyta með basilíku gljáa og laufum.
Deilið með gleði,,,
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
April 28, 2024
April 04, 2024
February 26, 2024