Gulrótar súpa

April 01, 2022

Gulrótar súpa

Gulrótar súpa
Þessa glæsilegu uppskrift af gulrótar súpu fékk ég hjá henni Dísu vinkonu minni, hún liggur ekki á þeim uppskriftunum þessi elska heldur deilir þeim einni og annari með okkur með sinni einskæru gleði, takk Dísa mín.

400gr. gulrætur (má vera aðeins meira)
100gr. kartöflur (má vera aðeins meira)
1 laukur
1 rif af hvítlauk, smátt skorið
500 ml grænmetis soðið vatn, 2 teningar
1 dós kókosmjólk
100 ml orangesafi
          
Steikja lauk, hvitlauk i smjöri, svo kartöflur og gulrætur lika.
Hellið grænmeitissoðinu yfir blönduna, svo orangesafanum og kókosmjólkinni saman við alveg í restina. Látið malla i 30 min. Kryddið með salt og pipar. Notið svo töfraspota til að blanda öllu saman létt og ljúft í lokin.

Dásamlegtt er að láta smá rjóma yfir súpuna og skreyta með basilíku gljáa og laufum.

Deilið með gleði,,, 

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!

April 04, 2024

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa