May 28, 2020
Gúllassúpa Guðrúnar
Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hvaða Guðrún það var sem gaf mér þessa uppskrift en ég get með sanni sagt ykkur að ég er búin að elda hana og hún var mjög góð, ég sleppti reyndar makkarónunum og notaði meira af tómatpurre, ég sleppti líka Tapasko sósunni og rauðvíninu en hver veit nema maður eigi eftir að prufa hana með því einn daginn því ég á svo sannarlega eftir að elda þessa aftur.
150g olía (smjör)
2 saxaðir laukar
1 sellerý saxað (má hafa meira)
2 stórar gulrætur (má hafa meira)
2 msk papríkuduft
2 l vatn
1 kg gúllas
1-2 msk tómatpurré
1-2 rauð og græn papríka söxuð (má sleppa)
2 msk persille
4 kartöflur skornar í litla bita
1 bolli makkarónur
2-3 dropar tabasko (smá sleppa)
2-3 msk vegeta (aromat)
svartu pipar, season all,
hvítlaukskrydd, rauðvín(má sleppa rauðvíni)
Byrjið á því að gylla laukinn í olíunni og bæta þar útí sellerý, gulrótum og papríkudufti og brúnið í 10 mín.
Brúnið kjötið og setjið í pott með 2 l af vatni og bætið þar útí lauk, sellerý, tómatpurré,saxaðri papríku og persille. Kryddað og soðið í 2 klst.
Smátt brytjuðum kartöflum og makkarónum bætt útí og soðið í 5- 10 mín til viðbótar
Þessi uppskrift dugar fyrir 6-8 manns
January 03, 2021
Rjómalöguð aspassúpa
(einföld og fljótleg)
Hljómar vel þessi uppskrift en finna má svo mína eigin útgáfu fyrir neðan sem ég hef notast við síðustu árin, súper einföld og góð.
September 25, 2020
August 28, 2020