Gúllassúpa

October 17, 2022

Gúllassúpa

Gúllassúpa
Ég eldaði þessa súpu en ákvað að minnka hlutföllinn þannig að hún myndi henta fyrir tvo til þrjá eða í tvær til þrjár máltíðir fyrir mig. Sjá mín hlutföll ef við eiga fyrir aftan textann í sviga.

2 kg nautagúllas, ég notaði 500 gr en það væri fínt að nota um 1 kíló 
3 msk hveiti (ég mæli með 3 msk á hver 500 gr)
3 msk paprikuduft
1 msk reykt paprikuduft
1 msk salt
1/2 tsk pipar (má alveg vera meira)
Grænmetisolía til að steikja upp úr
2 gulrætur, skornar í litla bita
2 sellerístangir, skorið smátt
1 laukur, skorinn smátt (ég notaði rauðlauk
4 hvítlauksrif, pressuð
100 g chorizo-pylsa eða beikon ef vill (má sleppa)
1 1/2 lítri kjötsoð (á móti hverjum hálfum lítra setti ég 1 kjötkrafts tening)
1 dós hakkaðir tómatar
2 lárviðarlauf
1 kg skarlottulaukur, skorinn niður (ég notaði 1 poka)
7-8 gulrætur, skornar í stóra bita
1 kg af kartöflum, afhýddar og skornar í bita (ég notaði ca 10-12 kartöflur
4 paprikur, skornar í hæfilega stóra bita (ég notaði 1 papriku)
Balsamik síróp

Notið stóran pott. Skerið kjötið í 2-3 cm stóra bita. Veltið þeim upp úr hveitinu, paprikunni, saltinu og piparnum. Brúnið kjötið á pönnunni og leggið það svo til hliðar. Bætið við smá olíu á pönnuna og steikið gulræturnar, selleríið, laukinn, hvítlaukinn og chorizo eða beikon ef kosið er að nota það með og steikið það í um 10.mínútur. Þá er kjötið sett í pottinn aftur ásamt tómötunum, lárviðarlaufinu, kjötkrafti og niðurskornum skallotlauk. Látið malla í um klukkustund. Þá bætið þið við gulrótunum í stærri bitunum, kartöflunum og paprikunum og látið súpuna sjóða hægt í aðra klukkustund. Bragðbætið með balsamik sírópi, salti og pipar eftir smekk. Dreifið svo örlítið af steinselju yfir að lokum og berið súpuna fram með sýrðum rjóma ef vill. Ég notaði Grískt jógúrt ofan á, það var æði með Balsamik gljáanum.

Súpan var æðisleg

Þessi brauðuppskrift var gefin upp með en ég átti til Súrdeigs snittubrauð með sólþurrkuðum tómötum sem var dásamlegt með, prufa Focaccia-brauðið seinna.

Focaccia-brauð

Hver elskar ekki nýbakað brauð með gúllassúpunni og gæti hið ítalska brauð hentað vel með eða annað gott en einfalt er að útbúa Focaccia-brauð.

500 gr hveiti
1 pk þurrger
1 tsk hunang
1/2 tsk salt
4 dl vatn

Setjið gerið í 1 dl af volgu vatni með hunangi og leysið upp með því að hræra aðeins í því. Setjið því næst hveiti í hrærivélaskál ásamt geri og salti. Byrjið að hnoða og bætið vatni saman við. Hnoðið í 10-15 mínútur.
Eftir það er deigið aðeins hnoðað í höndunum og látið hefast í eina og hálfa klukkustund. Síðan er deigið flatt út þannig að það passi á bökunarplötu, fingrunum potað aðeins í deigið og ólífuolíu dreift yfir ásamt rósmarín eða öðrum kryddjurtum eftir smekk. Látið hvíla aftur í um hálftíma. Rífið þá mikið af parmesan ost yfir. Dreifið að lokum saltflögum yfir deigið.

Hitið ofninn í 200°c
Bakið brauðið í 20-30 mínútur. Dreifið ólífuolíu yfir þegar það kemur úr ofninum og aðeins meira af parmesan osti ef vill.

Uppskrift úr Fréttablaðinu 8.október 2022
Myndir Ingunn Mjöll

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa
Sjávarréttasúpa

February 08, 2023

Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.

Halda áfram að lesa

Aspassúpa
Aspassúpa

January 23, 2023

Aspassúpan mín
Mín eigin útgáfa af Aspassúpunni hefur oftar en ekki verið bökuð upp úr 2 pökkum af Toró Aspassúpu og hefur hún alltaf slegið í gegn, einföld og góð og allir ættu að geta gert hana.

Halda áfram að lesa

Blaðlauksostasúpa
Blaðlauksostasúpa

December 10, 2022

Blaðlauksostasúpa
Létt og afar fljótlegt að útbúa þessa súpu og minnsta mál að gera hana í minni eða stærri hlutföllum en ég helmingaði sjálf uppskriftina og þar sem ég átti til

Halda áfram að lesa