Grjónagrautur

September 25, 2020

Grjónagrautur

Grjónagrautur
Með kaldri lyfrapylsu er einn af ljúffengu heimilisréttum landans og margir elska enda saðsamt og gott, hvort heldur með viðbættum rúsínum eður ei.

Þessi uppskrift miðast við 2-3 svo ef það eru fleirri þá bara bæta á hlutföllin.

1 bolli hrísgrjón (ég notaði grautar grjón)
1 bolli vatn
1 tsk salt
1 líter mjólk
1 bolli rúsínur (ef vill)

Sjóðið grjónin í um það bil 5.mínútur í vatninu við meðal hita.
Bætið þá mjólkinni útí í skömmtum og saltið eftir smekk. 
Það þarf að hræra reglulega í grautnum svo hann brenni ekki við.

Berið fram með kanilsykri.

Fyrir þá sem vilja einfalda þetta enn frekar þá mæli ég 100% með tilbúna grjónagrautinum frá Toro en ég nota hann sjálf mjög oft fyrir mig eina. Einfalt að bæta saman við 750 ml af mjólk og fylgjast með honum malla og verða tilbúinn á 7-10 mínútum.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!

April 04, 2024

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa