September 25, 2020
Grjónagrautur
Með kaldri lyfrapylsu er einn af ljúffengu heimilisréttum landans og margir elska enda saðsamt og gott, hvort heldur með viðbættum rúsínum eður ei.
Þessi uppskrift miðast við 2-3 svo ef það eru fleirri þá bara bæta á hlutföllin.
1 bolli hrísgrjón (ég notaði Bónus grautar grjón)
1 bolli vatn
1 tsk salt
1 líter mjólk
1 bolli rúsínur (ef vill)
Sjóðið grjónin í um það bil 5.mínútur í vatninu við meðal hita.
Bætið þá mjólkinni útí í skömmtum og saltið eftir smekk.
Það þarf að hræra reglulega í grautnum svo hann brenni ekki við.
Berið fram með kanilsykri.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
January 23, 2023
December 10, 2022
December 06, 2022
Kókos og karrý súpa
Þessa æðislegu uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan senda frá Áslaugu Helgu matreiðslukennara og var ég að gera hana núna sjálf í mitt fyrsta sinn