Frönsk lauksúpa

March 10, 2020

Frönsk lauksúpa

Frönsk lauksúpa
Ég hafði ekki borðað lauksúpu í mörg ár þegar ég varð allt í einu að fá Lauksúpu og það franska, það var ekki nóg að fá einu sinni svo að nokkrum dögum síðar fékk ég mér aftur Lauksúpu og það sem kom mér verulega á óvart að það er til Lauksúpa, tær og fín og svo svona einsskonar jafningur með lauk út í, ég var hrifnari af þessari tæru og þannig var hún líka í minningunni minni.

Ég smakkaði svo reyndar núna aftur aðra sem var með dökku brauði úti og sú var ennþá betri, mæli alveg með dökku brauði, allavega prufa það. (það var í teningum)

2 l vatn                                             
4 laukar                                             
2 msk olía                                          
pipar,kjötkraftur                                
sojasósa                                             
ristað brauð                                       
ostur                                                  

Laukurinn skorinn í tvennt og síðan í sneiðar. 
Olían hituð í potti og laukurinn brúnaður í henni, ath. að olían þarf að vera vel heit.
Vatninu
 bætt út í og soðið í 10-15 mín.
Soranum af yfirborðinu fleytt af, kryddað og sett í eldfastar skálar, brauðið skorið í teninga og sett ofan á súpuna, rifnum osti stráð yfir og gratinerað. 

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Kjúklingasúpa frá Toro
Kjúklingasúpa frá Toro

November 01, 2023

Kjúklingasúpa frá Toro
Stundum er það eitthvað fljótlegt, einfalt og gott eins og súpa með viðbættum maiz (ég notaði ca hálfa dós) og svo er gott líka að nýta afganga af kjúkling og setja saman við en þessi súpa dugði mér vel í tvo daga og ég bætti ofan á hana mosarella ost og smá salt og pipar úr kvörn.

Halda áfram að lesa

Sjávarréttasúpa
Sjávarréttasúpa

February 08, 2023

Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.

Halda áfram að lesa

Aspassúpa
Aspassúpa

January 23, 2023

Aspassúpan mín
Mín eigin útgáfa af Aspassúpunni hefur oftar en ekki verið bökuð upp úr 2 pökkum af Toró Aspassúpu og hefur hún alltaf slegið í gegn, einföld og góð og allir ættu að geta gert hana.

Halda áfram að lesa