March 10, 2020
Frönsk lauksúpa
Ég hafði ekki borðað lauksúpu í mörg ár þegar ég varð allt í einu að fá Lauksúpu og það franska, það var ekki nóg að fá einu sinni svo að nokkrum dögum síðar fékk ég mér aftur Lauksúpu og það sem kom mér verulega á óvart að það er til Lauksúpa, tær og fín og svo svona einsskonar jafningur með lauk út í, ég var hrifnari af þessari tæru og þannig var hún líka í minningunni minni.
Ég smakkaði svo reyndar núna aftur aðra sem var með dökku brauði úti og sú var ennþá betri, mæli alveg með dökku brauði, allavega prufa það. (það var í teningum)
2 l vatn
4 laukar
2 msk olía
pipar,kjötkraftur
sojasósa
ristað brauð
ostur
Laukurinn skorinn í tvennt og síðan í sneiðar.
Olían hituð í potti og laukurinn brúnaður í henni, ath. að olían þarf að vera vel heit.
Vatninu bætt út í og soðið í 10-15 mín.
Soranum af yfirborðinu fleytt af, kryddað og sett í eldfastar skálar, brauðið skorið í teninga og sett ofan á súpuna, rifnum osti stráð yfir og gratinerað.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
April 28, 2024
April 04, 2024
February 26, 2024