March 27, 2020
Chinese hot and sour súpan hennar Sigurlaugar.
Spennandi þessi, ég hef ekki prufað hana ennþá en stefni á það fljótlega og ég sé hana fyrir mér sem ekta vetrasúpu, sem rífur hressilega í og ef maður er kvefaður þá bara hverfi það út í buskann.
3 msk hrísgrjónaedik (eða hvítvínsedik)
500 ml kjúklingasoð
1 msk sojasósa
1-2 msk golden caster sykur (eða annar sykur)
3-4 cm engiferbiti
1-2 rauð chili
3 vorlaukar
300 g hráar rækjur t.d. tígrisrækjur
Skella öllu nema rækjum á wok eða í pott,
byrja samt á að setja bara 1 msk sykur og sjá svo hvort þið viljið sætari súpu.
Láta sjóða í 2-3 mínútur setja þá rækjurnar útí og súpan er til þegar þær eru gegn heitar.
ATH. svona súpur þarf að borða alveg sjóðandi heitar.
Ljósmynd:Sigurlaug
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
February 08, 2023
Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.
January 23, 2023
December 10, 2022