March 27, 2020
Chinese hot and sour súpan hennar Sigurlaugar.
Spennandi þessi, ég hef ekki prufað hana ennþá en stefni á það fljótlega og ég sé hana fyrir mér sem ekta vetrasúpu, sem rífur hressilega í og ef maður er kvefaður þá bara hverfi það út í buskann.
3 msk hrísgrjónaedik (eða hvítvínsedik)
500 ml kjúklingasoð
1 msk sojasósa
1-2 msk golden caster sykur (eða annar sykur)
3-4 cm engiferbiti
1-2 rauð chili
3 vorlaukar
300 g hráar rækjur t.d. tígrisrækjur
Skella öllu nema rækjum á wok eða í pott,
byrja samt á að setja bara 1 msk sykur og sjá svo hvort þið viljið sætari súpu.
Láta sjóða í 2-3 mínútur setja þá rækjurnar útí og súpan er til þegar þær eru gegn heitar.
ATH. svona súpur þarf að borða alveg sjóðandi heitar.
Ljósmynd:Sigurlaug
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
April 28, 2024
April 04, 2024
February 26, 2024