Brauðsúpa

March 25, 2020

Brauðsúpa

Brauðsúpa
Það var ekki fyrr en árið 2015 sem ég smakkaði fyrst Brauðsúpu, þvílíkt nammi namm. Hún var aldrei í minni fjölskyldu svo ég muni en vá hvað mér fannst hún góð.

3 dl malt
5 dl vatn
400 gr seytt rúgbrauð
200 gr púðursykur
1 stk sítróna
1 stk kanilstöng
200 gr rúsínur
4 dl þeyttur rjómi

Brauðið er lagt í bleyti í vatninu.
Það er síðan soðið saman með maltinu, púðursykrinum, sítrónunni í sneiðum og rúsínum.
Súpan er hrærð saman eða maukuð.

Hún er borin fram með þeyttum rjóma.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!

April 04, 2024

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa