March 25, 2020
Brauðsúpa
Það var ekki fyrr en árið 2015 sem ég smakkaði fyrst Brauðsúpu, þvílíkt nammi namm. Hún var aldrei í minni fjölskyldu svo ég muni en vá hvað mér fannst hún góð.
3 dl malt
5 dl vatn
400 gr seytt rúgbrauð
200 gr púðursykur
1 stk sítróna
1 stk kanilstöng
200 gr rúsínur
4 dl þeyttur rjómi
Brauðið er lagt í bleyti í vatninu.
Það er síðan soðið saman með maltinu, púðursykrinum, sítrónunni í sneiðum og rúsínum.
Súpan er hrærð saman eða maukuð.
Hún er borin fram með þeyttum rjóma.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 06, 2025
Gourmet Gúllas-súpa (4–5 manns)
Bauð foreldrum mínum í þessa dásamlega ljúffengu Gúllas-súpu. Útgáfurnar af gúllassúpum eru endalausar og hérna er svo sannarlega ein enn útfærslan, vona að þið njótið.
December 02, 2024
November 04, 2024