March 25, 2020
Brauðsúpa
Það var ekki fyrr en árið 2015 sem ég smakkaði fyrst Brauðsúpu, þvílíkt nammi namm. Hún var aldrei í minni fjölskyldu svo ég muni en vá hvað mér fannst hún góð.
3 dl malt
5 dl vatn
400 gr seytt rúgbrauð
200 gr púðursykur
1 stk sítróna
1 stk kanilstöng
200 gr rúsínur
4 dl þeyttur rjómi
Brauðið er lagt í bleyti í vatninu.
Það er síðan soðið saman með maltinu, púðursykrinum, sítrónunni í sneiðum og rúsínum.
Súpan er hrærð saman eða maukuð.
Hún er borin fram með þeyttum rjóma.
January 03, 2021
Rjómalöguð aspassúpa
(einföld og fljótleg)
Hljómar vel þessi uppskrift en finna má svo mína eigin útgáfu fyrir neðan sem ég hef notast við síðustu árin, súper einföld og góð.
September 25, 2020
August 28, 2020