Brauðsúpa

March 25, 2020

Brauðsúpa

Brauðsúpa
Það var ekki fyrr en árið 2015 sem ég smakkaði fyrst Brauðsúpu, þvílíkt nammi namm. Hún var aldrei í minni fjölskyldu svo ég muni en vá hvað mér fannst hún góð.

3 dl malt
5 dl vatn
400 gr seytt rúgbrauð
200 gr púðursykur
1 stk sítróna
1 stk kanilstöng
200 gr rúsínur
4 dl þeyttur rjómi

Brauðið er lagt í bleyti í vatninu.
Það er síðan soðið saman með maltinu, púðursykrinum, sítrónunni í sneiðum og rúsínum.
Súpan er hrærð saman eða maukuð.

Hún er borin fram með þeyttum rjóma.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa
Sjávarréttasúpa

February 08, 2023

Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.

Halda áfram að lesa

Aspassúpa
Aspassúpa

January 23, 2023

Aspassúpan mín
Mín eigin útgáfa af Aspassúpunni hefur oftar en ekki verið bökuð upp úr 2 pökkum af Toró Aspassúpu og hefur hún alltaf slegið í gegn, einföld og góð og allir ættu að geta gert hana.

Halda áfram að lesa

Blaðlauksostasúpa
Blaðlauksostasúpa

December 10, 2022

Blaðlauksostasúpa
Létt og afar fljótlegt að útbúa þessa súpu og minnsta mál að gera hana í minni eða stærri hlutföllum en ég helmingaði sjálf uppskriftina og þar sem ég átti til

Halda áfram að lesa