Blaðlauksostasúpa

December 10, 2022

Blaðlauksostasúpa

Blaðlauksostasúpa
Létt og afar fljótlegt að útbúa þessa súpu og minnsta mál að gera hana í minni eða stærri hlutföllum en ég helmingaði sjálf uppskriftina og þar sem ég átti til smjörost með graslauk þá notaði ég hann í staðinn fyrir blaðlauksostinn og það kom vel út.

Fyrir 4

3 msk smjör
1 blaðlaukur
2 msk hveiti
salt og pipar
1 l soð
4 súputeningar
eða kjötkraftur
200 gr blaðlauksostur
3 msk klippt fersk steinselja

 

Saxið blaðlaukinn og látið krauma í smjörinu í nokkra stund.
Hrærið hveitinu saman við og þynnið smátt og smátt með heitu soðinu.


Bætið ostinum í og kryddið, látið súpuna sjóða í 5-10 mín.

Stráið steinselju yfir ef þið eigð hana til og berið súpuna fram með brauði.

Deilið að vild,,

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 





Einnig í Súpur & grautar

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa

Toro kjötsúpa með skessujurt
Toro kjötsúpa með skessujurt

January 29, 2024

Toro kjötsúpa með skessujurt
Það kom að því að ég notaði skessujurtina sem ég fékk gefins og átti í frystinum niðurskorna. Skemmtileg tilbreyting en þótt ég hafi ekki vitað hvað Skessujurt,,,,

Halda áfram að lesa

Fiskisúpa, afar einföld!
Fiskisúpa, afar einföld!

January 01, 2024

Fiskisúpa, afar einföld!
Oft er bara svo gott að geta eldað eitthvað fljótlegt en gott á sama tíma og súpur eru eitt af því sem er svo gott að geta gripið í eins og einn pakka af súpugrunn...

Halda áfram að lesa