December 10, 2022
Blaðlauksostasúpa
Létt og afar fljótlegt að útbúa þessa súpu og minnsta mál að gera hana í minni eða stærri hlutföllum en ég helmingaði sjálf uppskriftina og þar sem ég átti til smjörost með graslauk þá notaði ég hann í staðinn fyrir blaðlauksostinn og það kom vel út.
Fyrir 4
3 msk smjör
1 blaðlaukur
2 msk hveiti
salt og pipar
1 l soð
4 súputeningar
eða kjötkraftur
200 gr blaðlauksostur
3 msk klippt fersk steinselja
Saxið blaðlaukinn og látið krauma í smjörinu í nokkra stund.
Hrærið hveitinu saman við og þynnið smátt og smátt með heitu soðinu.
Bætið ostinum í og kryddið, látið súpuna sjóða í 5-10 mín.
Stráið steinselju yfir ef þið eigð hana til og berið súpuna fram með brauði.
Deilið að vild,,
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
February 08, 2023
Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.
January 23, 2023
December 06, 2022
Kókos og karrý súpa
Þessa æðislegu uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan senda frá Áslaugu Helgu matreiðslukennara og var ég að gera hana núna sjálf í mitt fyrsta sinn