Blaðlauksostasúpa

December 10, 2022

Blaðlauksostasúpa

Blaðlauksostasúpa
Létt og afar fljótlegt að útbúa þessa súpu og minnsta mál að gera hana í minni eða stærri hlutföllum en ég helmingaði sjálf uppskriftina og þar sem ég átti til smjörost með graslauk þá notaði ég hann í staðinn fyrir blaðlauksostinn og það kom vel út.

Fyrir 4

3 msk smjör
1 blaðlaukur
2 msk hveiti
salt og pipar
1 l soð
4 súputeningar
eða kjötkraftur
200 gr blaðlauksostur
3 msk klippt fersk steinselja

 

Saxið blaðlaukinn og látið krauma í smjörinu í nokkra stund.
Hrærið hveitinu saman við og þynnið smátt og smátt með heitu soðinu.


Bætið ostinum í og kryddið, látið súpuna sjóða í 5-10 mín.

Stráið steinselju yfir ef þið eigð hana til og berið súpuna fram með brauði.

Deilið að vild,,

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Súpur & grautar

Gourmet Gúllas-súpa!
Gourmet Gúllas-súpa!

November 06, 2025

Gourmet Gúllas-súpa (4–5 manns)
Bauð foreldrum mínum í þessa dásamlega ljúffengu Gúllas-súpu. Útgáfurnar af gúllassúpum eru endalausar og hérna er svo sannarlega ein enn útfærslan, vona að þið njótið.

Halda áfram að lesa

Toro thaisúpa með kjúkling!
Toro thaisúpa með kjúkling!

December 02, 2024

Toro thaisúpa með kjúkling!
Súpurnar frá Toro eru eins fjölbreyttar eins og þær eru margar og hérna er ég með Thai súpuna með kjúkling. Hérna er ég aðeins með 4 hráefni að þessu sinni en auðvelt er að bæta saman við blaðlauk, litlum tómötum, papriku eða öðru góðgæti.

Halda áfram að lesa

Blaðlaukssúpa & brauð
Blaðlaukssúpa & brauð

November 04, 2024

Blaðlaukssúpa & brauð
Hérna er á ferðinni ein af vinsælu súpunum frá Toro, hvort heldur sem grunnurinn er notaður í súpu, krydd í rjóma fyrir Tartalettur, nú eða ídýfu með sýrðum rjóma. 
Bollumixið toppar svo máltíðina enda einstaklega einfalt að útbúa og gera að sínu, brauð, brauðbollur eða skemmtilegan brauðbollu hring.

Halda áfram að lesa