Blaðlauksostasúpa

December 10, 2022

Blaðlauksostasúpa

Blaðlauksostasúpa
Létt og afar fljótlegt að útbúa þessa súpu og minnsta mál að gera hana í minni eða stærri hlutföllum en ég helmingaði sjálf uppskriftina og þar sem ég átti til smjörost með graslauk þá notaði ég hann í staðinn fyrir blaðlauksostinn og það kom vel út.

Fyrir 4

3 msk smjör
1 blaðlaukur
2 msk hveiti
salt og pipar
1 l soð
4 súputeningar
eða kjötkraftur
200 gr blaðlauksostur
3 msk klippt fersk steinselja

 

Saxið blaðlaukinn og látið krauma í smjörinu í nokkra stund.
Hrærið hveitinu saman við og þynnið smátt og smátt með heitu soðinu.


Bætið ostinum í og kryddið, látið súpuna sjóða í 5-10 mín.

Stráið steinselju yfir ef þið eigð hana til og berið súpuna fram með brauði.

Deilið að vild,,

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 

Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!

April 04, 2024

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa