December 10, 2022
Blaðlauksostasúpa
Létt og afar fljótlegt að útbúa þessa súpu og minnsta mál að gera hana í minni eða stærri hlutföllum en ég helmingaði sjálf uppskriftina og þar sem ég átti til smjörost með graslauk þá notaði ég hann í staðinn fyrir blaðlauksostinn og það kom vel út.
Fyrir 4
3 msk smjör
1 blaðlaukur
2 msk hveiti
salt og pipar
1 l soð
4 súputeningar
eða kjötkraftur
200 gr blaðlauksostur
3 msk klippt fersk steinselja
Saxið blaðlaukinn og látið krauma í smjörinu í nokkra stund.
Hrærið hveitinu saman við og þynnið smátt og smátt með heitu soðinu.
Bætið ostinum í og kryddið, látið súpuna sjóða í 5-10 mín.
Stráið steinselju yfir ef þið eigð hana til og berið súpuna fram með brauði.
Deilið að vild,,
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 02, 2024
November 04, 2024
April 28, 2024