Baunasúpan mín!
February 26, 2024
Baunasúpan mín!Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.
1.5 kíló af Saltkjöti
1 poka af baunum 500 gr
1 laukur, saxaður niður
Ca 500 gr af gulrótum, niðurskornar
Ca 400 gr af rófu, skornar í bita
Ca 500 gr af kartöflum,
skornar í bita
2 lítrar af vatni
Setjið baunirnar í pott með 2 lítrum af vatni og látið suðuna koma upp. Bætið saman við lauknum. Bætið við 2-3 bitum af saltkjötinu og sjóðið restina sér.
Skerið niður restina af grænmetinu í bita og bætið þeim saman við síðasta hálftímann en ég persónulega síð ávallt súpuna í alveg um 3 tíma og ég vil hafa hana þykka, einsskonar baunagraut!
Ég sauð reyndar kartöflurnar sér og bætti þeim svo saman við í restina.
Svo sker ég saltkjötið í bita og blanda þeim saman við.
Svo að sjálfsögðu borða ég ávallt yfir mig í einn til tvo daga, úff...
Alltaf gaman þegar uppskriftunum mínum er deilt áfram, fyrirfram þakklæti.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Súpur & grautar
December 02, 2024
Toro thaisúpa með kjúkling!
Súpurnar frá Toro eru eins fjölbreyttar eins og þær eru margar og hérna er ég með Thai súpuna með kjúkling. Hérna er ég aðeins með 4 hráefni að þessu sinni en auðvelt er að bæta saman við blaðlauk, litlum tómötum, papriku eða öðru góðgæti.
Halda áfram að lesa
November 04, 2024
Blaðlaukssúpa & brauð
Hérna er á ferðinni ein af vinsælu súpunum frá Toro, hvort heldur sem grunnurinn er notaður í súpu, krydd í rjóma fyrir Tartalettur, nú eða ídýfu með sýrðum rjóma.
Bollumixið toppar svo máltíðina enda einstaklega einfalt að útbúa og gera að sínu, brauð, brauðbollur eða skemmtilegan brauðbollu hring.
Halda áfram að lesa
April 28, 2024
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.
Halda áfram að lesa