Baunasúpan mín!
February 26, 2024
Baunasúpan mín!Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.
1.5 kíló af Saltkjöti
1 poka af baunum 500 gr
1 laukur, saxaður niður
Ca 500 gr af gulrótum, niðurskornar
Ca 400 gr af rófu, skornar í bita
Ca 500 gr af kartöflum,
skornar í bita
2 lítrar af vatni
Setjið baunirnar í pott með 2 lítrum af vatni og látið suðuna koma upp. Bætið saman við lauknum. Bætið við 2-3 bitum af saltkjötinu og sjóðið restina sér.
Skerið niður restina af grænmetinu í bita og bætið þeim saman við síðasta hálftímann en ég persónulega síð ávallt súpuna í alveg um 3 tíma og ég vil hafa hana þykka, einsskonar baunagraut!
Ég sauð reyndar kartöflurnar sér og bætti þeim svo saman við í restina.
Svo sker ég saltkjötið í bita og blanda þeim saman við.
Svo að sjálfsögðu borða ég ávallt yfir mig í einn til tvo daga, úff...
Alltaf gaman þegar uppskriftunum mínum er deilt áfram, fyrirfram þakklæti.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Einnig í Súpur & grautar
April 28, 2024
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.
Halda áfram að lesa
April 04, 2024
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!
Halda áfram að lesa
January 29, 2024
Toro kjötsúpa með skessujurt
Það kom að því að ég notaði skessujurtina sem ég fékk gefins og átti í frystinum niðurskorna. Skemmtileg tilbreyting en þótt ég hafi ekki vitað hvað Skessujurt,,,,
Halda áfram að lesa