Austurlensk kjúklingasúpa

February 14, 2022

Austurlensk kjúklingasúpa

Austurlensk kjúklingasúpa
Matarmikil og sérlega góð súpa þar sem greina má bæði indversk og kínversk áhrif. Ég eldaði þessa um daginn og myndi alveg gera hana aftur. Svo er hægt að bæta út í hana því sem maður á til í ísskápnum ef maður vill gera hana enn matarmeiri en hún er.
     
Steikið kjúklinginn létt á pönnu og geymið svo til hliðar

Fyrir 4

2-3 kjúklingabringur
2 msk olía
1 laukur saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 msk karríduft, milt eða meðalsterkt
1 msk söxuð engiferrót
1 l vatn
1 dós kókosmjólk (400 ml)
½ rauð paprika, skorin i litla teninga
Salt
1 pakki skyndinúðlur
2-3 msk söxuð steinselja

     

Skerið kjúklingabringurnar í fremur þunnar sneiðar þvert yfir og brúnið þær á báðum hliðum í olíu í víðum potti við háan hita.
Takið þær svo upp með gataspaða og geymið.
Lækkið hitann, bætið lauk og hvítlauk á pönnuna og látið krauma við meðalhita í nokkrar mínútur án þess að brúnast.
Hrærið karrídufti og engifer saman við og látið krauma í 1-2 mínútur.
Hellið vatninu yfir, hitið að suðu og látið malla við hægan hita undir loki í 10-15 mínútur.
Bætið kókosmjólkinni og paprikunni i pottinn og látið malla án loks í 5 mínútur í viðbót.
Saltið eftir smekk.
Myljið núðlurnar (gott að gera það áður en pakkinn er opnaður) og setjið þær í pottinn ásamt kjúklingabitunum. Ég keypti skyndinúðlur með kjúklingabragði og ég notaði kryddið sem fylgdi með í súpuna og fékk þar þetta extra bragð sem ég var að leita eftir og fannst pínu vanta en ég hafi bætt smá kryddum saman við aukalega svo ég mæli með að smakka vel til líka.

Látið sjóða í 5 mínútur í viðbót og skreytið með saxaðri steinselju.

Súpan fékk góða dóma gesta minna.

Njótið og deilið með gleði.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa
Sjávarréttasúpa

February 08, 2023

Sjávarréttasúpa
Þessa flottu uppskrift af sjávarrétta súpu fékk ég senda frá henni Helgu Sigurðar fyrir mörgum árum síðan og var ég núna fyrst að elda hana, nammi namm hvað hún var góð.

Halda áfram að lesa

Aspassúpa
Aspassúpa

January 23, 2023

Aspassúpan mín
Mín eigin útgáfa af Aspassúpunni hefur oftar en ekki verið bökuð upp úr 2 pökkum af Toró Aspassúpu og hefur hún alltaf slegið í gegn, einföld og góð og allir ættu að geta gert hana.

Halda áfram að lesa

Blaðlauksostasúpa
Blaðlauksostasúpa

December 10, 2022

Blaðlauksostasúpa
Létt og afar fljótlegt að útbúa þessa súpu og minnsta mál að gera hana í minni eða stærri hlutföllum en ég helmingaði sjálf uppskriftina og þar sem ég átti til

Halda áfram að lesa