August 28, 2022
Rifsberjahlaup
Vinkona mín skellti sér í berjatýnslu og kom færandi hendi með 4 kíló af rifsberjum. Við græjuðum sykurinn og skelltum okkur í sultu/hlaup gerð.
Við ákváum að skipta þessu í tvennt og setja chilli pipar rauðan með í tvö kíló og skárum hann niður í sneiðar og smelltum með. Útkoman var æðisleg!
Uppskriftin miðast svo við 1.kíló enda mismikið sem fólk týnir af berjum.
1 kg rifsber
1 kg sykur, ég notaði 750 gr
Rifsberjahlaup með chilli
1 kg rifsber
1 kg sykur, ég notaði 750 gr
2 rauð chilli
Berin eru þvegin vel. Vatnið látið síga af þeim. Látið stilkana fylgja með þar sem þeir hleypa upp sultunni/hlaupinu. Látið berin í pott og hellið sykrinum yfir.
Látið sjóða í 5-10.mín eða eins lengi og þið teljið þurfa þar til hún þykknar.
Sigti síðan og látið í hreinar krukkur. Ég sýð krukkurnar alltaf áður eða set í uppþvottavélina.
Það sem varð eftir af hratinu settum við í pott aftur og helltum vatni yfir og suðum upp með um 1 lítra á móti kílóinu og úr varð þetta líka æðislega góða rifsberjasaft. Mæli með að þið smakkið til og bætið þá út í vatni ef ykkur þykir það verða of bragðsterkt en það má líka alltaf bæta því saman við eftir á eða hreinlega fylla glas af klökum og hella saftinu yfir.
Ef rifsberjahlaupið þykknar ekki þá getið þið sett það aftur í pott og soðið upp en sumir setja sultuhleypir (1-2 tsk) útí. Ég persónulega nota aldrei sultuhleypir.
Njótið & deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 22, 2023
November 24, 2022
November 24, 2022