December 09, 2020
Hálfmánar
Hver tengir ekk þessa uppskrift við eitthvað gamalt og gott - fjölskyldustund, ömmu eða ömmu kökur og þær eru alltaf svo góðar eins og í minningunni.
Hnoðað:
500 gr hveiti
300 gr Smjörlíki
200 gr sykur
2 stk egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk hjartasalt
vanilludropar
Rabbarbarasulta er svo sett á milli
Aðferð:
Myljið smjörlíkið saman við þurrefnin. Bætið eggi og vanilludropum saman við og hnoðið svo þar til allt er orðið slétt og fínt.
Fínt er að geyma deigið yfir nótt.
Deigið er síðan flatt út og mótað fyrir því með hringmóti (gott að nota glas) og svo er sultan sett á kökuna miðja og brotið saman til helminga og brúnirnar þrýstar niður með gaffli.
Bakið við 175°c í um 8-10.mínútur.
Mynd fengin að láni hjá Sigurlaugu Helgu Arndal.
Dásamlegt ef deilt er áfram og svo finnur þú síðuna líka á Instagram
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
January 29, 2025
December 17, 2023
December 17, 2023