October 07, 2020
Stromboli
Á ættir sínar að rekja til Ítalíu og flokkast undir heimagerða upprúllaðar pizzur og hérna eru tvær útgáfur sem ég gerði, önnur þeirra með skinku og hin með pepperoní.
Það var hún Þórdís Björnsdóttir sem setti þessa skemmtilegu uppskrift inn á Heimilismatur á facebook og deildi með okkur, takk fyrir það.
Hráefni:
Skinka
Pepperoni
Pizzadeig, heimagert eða tilbúið
Pasta sósa
Mozzarella ostur
Cheddar ostur (blandið þeim saman ofan á)
Upprúllað pitsu deig með skinku, pastasósu og ostafyllingu eða pepperoní.
Bakað í ofni við 180°c þar til gullinbrúnt.
Njótið & deilið að vild
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
June 20, 2025
Pizza með Bufala Mozzarella!
Þessa útfærslu lærðum við vinkonurnar á pizzanámskeiði hjá Grazia Trattoría sem var alveg dásamlega gaman að fara á.
March 07, 2025
Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt.
February 06, 2025
Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.