June 20, 2025
Pizza með Bufala Mozzarella!
Þessa útfærslu lærðum við vinkonurnar á pizzanámskeiði hjá Grazia Trattoría sem var alveg dásamlega gaman að fara á.
Hérna má sjá það innihald sem ég notaði í pizzuna
1 stór kúla af súrdeigspizzu (keypt tilbúin)
Semolina pizzahveiti (keypt í Krónunni)
Mutti Passata tómatsósa (keypt í Krónunni)
Mozzarella di Bufala ostakúla (þurrkið kúluna vel áður en hún er notuð)
Kirsjuberjatómatar (eða aðrir svipaðir)
Hráskinka fyrir þá sem það vilja
Fletjið deigið út með höndunum með því að snúa kúlunni í jafna hringi á borðinu með hveitinu og berið sósunni ofan á
Raðið tómötunum og mozzarella ostinum jafn allan hringinn
Raðið basilíku ofan á og kryddið með salt og pipar (eða oregano/pizzakryddi) ykkar val
Hitið ofninn vel upp í 220 gr og setjið hana í hann vel heitan í um 10 mínútur ca, fylgist með. Nú þeir sem eiga pizzaofn skella í hann í um 1-2 mínútur.
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
March 07, 2025
Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt.
February 06, 2025
Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.
November 15, 2024