Pizza hátíðarlengjan!

January 23, 2023

Pizza hátíðarlengjan!

Pizza hátíðarlengjan!
Þessa snilldarinnar uppskrift fékk ég senda frá henni Dísu vinkonu minni og fær hún toppeinkunn en við Guðrún vinkona gerðum hana saman og vorum sammála um að hún yrði gerð, aftur og aftur! Kannski setjum við smá tvíst í hana og bætum einhverju fleirru saman við næst eða notum rautt pestó, hver veit.

Innihald:
1 stk pizzadeig
3-4 tómatar
2 stk mosarella ostur í pokum
1.dós grænt pestó eða annað sambærilegt
1.egg (til að pensla með)
Furuhnetur
Basilíka
Origano krydd
Smá salt og pipar úr kvörn ef vill, eftir smekk


Leggið deigið á smjörpappír á bökunarplötu og skerið hliðarnar eins og smá má á mynd.

Smyrjið pestóinu á miðjuna, niðurskornum tómötum og ostinum þar ofan á

Fléttið til skiptis deiginu og lokið endunum og penslið með eggi. Stráið furuhnetunum jafnt yfir. Saltið og piprið úr kvörn eftir smekk, ef vill eða notið Oreganó. Basilík blöðin má líka nota til að skreyta með þegar búið er að baka pizza lengjuna.

Bakið við 180°c í ca 25 mínútur eða þar til þið sjáið er lengjan er orðin gullinbrún. Gott er að bera fram Pestó, þar sem það lekur smá út.

Fallegu skurðarbrettin frá Hjartalag.is passa dásamlega vel undir og akkúrat. Þau fást líka í svörtu.

Uppskrift Dísa
Skreyting Guðrún Diljá
Ljósmyndir Ingunn Mjöll


Deilið með gleði,,

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók








Einnig í Pizzur

Pizza með Mozzarella!
Pizza með Mozzarella!

September 05, 2025

Pizza með Mozzarella!
Þessi ofureinfaldi grunnur sem allir krakkarnir elska og við fullornu líka og svo bara velur hver og einn fyrir sig hvað hann vill fá aukalega ofan á pizzuna sína. Ég elska fjölbreytileikan og er dugleg við að prufa eitthvað nýtt og skemmtilegt.

Halda áfram að lesa

Pizza Burrata!
Pizza Burrata!

July 25, 2025

Pizza Burrata!
Þessi ostur er bara eitthvað annað, segi það og skrifa! Var að smakka hann í mitt fyrsta sinn, já það er satt og ég get sagt ykkur að það er og verður ekki í það síðasta. Þvílíki sælkeraosturinn, toppaður með hunangi.

Halda áfram að lesa

Pizza með Bufala Mozzarella!
Pizza með Bufala Mozzarella!

June 20, 2025

Pizza með Bufala Mozzarella!
Þessa útfærslu lærðum við vinkonurnar á pizzanámskeiði hjá Grazia Trattoría sem var alveg dásamlega gaman að fara á. 

Halda áfram að lesa